Thursday, February 15, 2007

rólegt

Lítið að frétta héðan, þetta rúllar allt saman sinn gang. Er reyndar farin að æfa, keypti mér árskort í litlu svitakompuna hérna og fíla mig bara vel þar. Vildi bara að skrokkurinn tæki þessu aðeins betur, fæ hausverki og læti eftir púlið... en það hlýtur að lagast :(
Er í hálf asnalegu skapi í dag, finn mér ekkert spennandi að gera og finnst ég einhvernveginn ekki stefna neitt...
jæja, ætli ég blandi ekki bara þessa blessuðu sprautu mína, kannski verð ég hressari á morgun.

gúbbæ

7 comments:

BbulgroZ said...

Tja, nú fer sólin að sjálst meira og hún ver jafnvel að veita smá yl, þá kemur þetta nú allt : )
Þannig virkar þetta nú svolítið hjá mér.

BbulgroZ said...

Rosalega var þetta eitthvað illa stafsett hjá mér þarna að ofan...ég sem vandaði mig sérstaklega við að stafsetja "yl" rétt en allt hitt er eitthvað svona skrítið : )

Anonymous said...

ha ha :D fékk mig þó til að brosa aðeins!

Refsarinn said...

Voðalega var þetta eitthvað leið færsla Inga mín. Þetta lagast allt með hækkandi sól og svona. Þá fer líka fólkið í Reykjavíkinni að ferðast og koma við í sveitinni og svona. Hvernig væri svo að setja inn myndri svo hægt væri að sjá hvernig þú býrð?

Anonymous said...

ekki slæm hugmynd, ég tek kannski bara upp myndavélina um helgina!

Bjarney Halldórsdóttir said...

Æ, það er þessi bansetti febrúarmánuður. Hann hreinlega fer ekki vel í skapið á manni.

En gott hjá þér að drífa þig í sprikl, bara ekki ofgera þér. Við höfum öll okkar takmörk, líka þú you know!!!

ps. eitthvað að frétta af bæjarferð?

Anonymous said...

þessar blessuðu aumingjabætur duga mér skammt :( held ég verði að fresta bæjarferðinni um sinn..