Tuesday, June 03, 2008

sól og sæla

Hæ hæ, tók mér smá pásu frá sólinni. Alveg rosalega gaman hérna og allt upp í 35 stiga hiti. Fengum reyndar góða sturtu hérna úti í gærkvöldi, náttla akkúrat þegar við grilluðum úti svona í fyrsta sinnið hér, en það var bara kósí.
Erum búin að fara í skemmtigarð sem heitir cypress gardens, skemmtum okkur þar heilan dag í tívolítækjum og enduðum á sundinu, þetta er svona blanda af öllu þarna. Eigum eftir að fara í Disney world, seaworld og eitthvað meira. En það sem mér finnst það allra flottasta er að við ætluðum að skoða Kennedy space center, en þegar við nálguðumst staðinn var allt í einu allt í löggum og öryggisgæslu og svaka umferð. Við komumst þá að því að það voru tveir tímar í að yrði skotið upp flaug þarna á Cape Canaveral, með henni var að fara viðgerðar-teymi til að laga stíflað klósett í geimstöðinni þarna uppi, hehe :D nei, ég er ekki alveg viss, en þetta var eitthvað neyðarkall eftir viðgerð skilst mér. Við höfðum semsagt tvo tíma til að koma okkur fyrir og VÁ, það var sko þess virði, þvílík upplifun, stærsta raketta sem við höfum séð!!

Þetta er svona það helsta, við öll orðin kaffibrún hérna, enda með einkasundlaug og glæsilega aðstöðu.

Vona að allir hafi það gott heima, ég hlakka ekki til að fljúga heim, þó mig hlakki nú samt til að koma heim :) en ég lifði af ferðina hingað, svo ég hlýt að hafa það af til baka líka :D paranoja alltaf hreint.

Kær kveðja frá öllum hérna í "sunshine state"
og ég reyni að skrifa meira seinna.

5 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Gaman að fá fréttir frá útlandinu.

Ég las einmitt í einhverju blaði daginn eftir að ég talaði við þig og þú varst á leiðinni á geimstöðina að Íslendingur hefði orðið vitni að skotinu. Ég hélt auðvitað að það væri verið að tala um ykkur, en það var nú ekki svo heldur var þetta íslensk stúlka sem er í námi þarna úti.

Anonymous said...

Hæ þið sunshine fólk!
Raketta hvað,við sáum sko
lifandi ísbjörn(það var ekki sameðja t Bjössi að borða ís)Við þórunn vorum að fríka út við þrssa upplifun,en allt gott að frétta héðan,bara 10 stiga hiti,sem betur fer,
kær kveðja til allra
mútta.

Anonymous said...

Hæ þið sunshine fólk!
Raketta hvað,við sáum sko
lifandi ísbjörn(það var ekki samt Bjössi að borða ís)Við þórunn vorum að fríka út við þessa upplifun,en allt gott að frétta héðan,bara 10 stiga hiti,sem betur fer,
kær kveðja til allra
mútta.

nú er þetta rétt,

Anonymous said...

Hæ hæ jæja hvernig er það er þetta ekki bara að verða komið gott hjá ykkur???? :)

Er farin að sakna ykkar mikið,
eitthvað svo tómlegt á ströndinni hér heima.

Bestu kveðjur Linda sys

Anonymous said...

hæ hæ dúllurnar mínar ...
ég ætla að vona að þið skemmtið ykkur ótrúlega vel þarna í hitanum ;) tala nú ekki um öfundsverðar ferðir þínar í Victoriu secret búðirnar (hhmmm) en hvað er málið með þennann páfagauk þinn ??? ég stend mig vel í að fóðra kvikindið á meðan að ég þarf ekki að fara með hendurnar inn til hans :-O ég tók bara hníf og hrærði aðeins í kornunum hans og hann réðist bara á hnífinn og beit og beit í hann :-O en þetta reddast nú alveg ,þó að það vanti nú kannski fjaðrirnar á hann þegar að þú kemur ,,hann verður allavegana á lífi þó horaður verði HEHEHEHE smá djókur í gangi elskan ,þarft ekkért að hafa áhyggjur ;-)
jæja elskurnar mínar ,ég bið að heilsa ykkur í bili ;)
kossar og knús frá okkur :))