Sunday, May 25, 2008

Kissimmee Florida

Þá fer að koma að því óumflýjanlega... ég þarf að fara í flugvél :( það þýðir að ég sit í 7 klukkutíma teljandi skrúfurnar á vængjunum svo það sé öruggt að það vanti enga, fylgjast með hreyflunum, fylgjast vel með flugfreyjum og flugþjónum við hvern hristing til að athuga hvort brosið hjá þeim hverfur, því þá fer ég að fá áhyggjur. Og svo þetta venjulega, telja neyðarútganga, og fríka út þegar flugstjórinn segir okkur að spenna beltin því von er á ókyrrð í lofti!!!!

En svona burtséð frá því, er ég bara nokkur spennt, og er rétt að leggja af stað suður.
Þið sem voruð hérna hjá mér í gærkvöldi, takk fyrir FRÁBÆRT kvöld :D Ég skemmti mér alveg ofboðslega vel, mikið sungið og síðan dansað í kántrýbæ á eftir. En það kom svo að því að fæturnir vildu fara heim á undan mér, svo ég haltraði heim alsæl :)

Set kannski inn eina eða tvær færslur frá ameríkunni ef ég get.

gúbbæ

2 comments:

BbulgroZ said...

Góða ferð! Flughræðsla er erfið við að eiga. Eftir að ég eignaðist börn hefi ég verið hræddari við slíkt. En á hverjum degi fljúga (ég veit ekki tölun) 100-1000 flugvélar út um allan heim og út um allt. Ekkert af þeim klekkist á í flugi. Það er ég vil segja er að þetta er gríðarlega öruggur ferðamáti. Það er miklu hættulegra að setjast upp í bíl t.d....svo njóttu flugsins með nokkrum sjússum og slakaðu á, það breytir engu að vera hrædd og telja skrúfur , skemmir bara ferðina fyrir þér : )

Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni!!! Fann einmitt fyrst fyrir flughræðslu eftir að ég eignaðist hann Kristófer minn. Njóttu þess nú í botn að vera í fríi og sleikja sólina........