Wednesday, May 14, 2008

Styrktartónleikar á morgun!

Þá er að koma að þessu hjá okkur, eftir mikinn undirbúning. Linda greyið orðin rauðeygð af þreytu og liggur við að maður sjái farið eftir símtólið á eyranu á henni, hehe :) Linda hörkutól hefur tekið að sér að skipuleggja þetta allt og setja niður dagskrá og leita eftir fjárstuðningi vítt um landið fyrir Jón Gunnar og fjölskylduna hans. Við Þórunn gerum bara eins og okkur er sagt þegar við fáum úthlutað verkefnum, kunnum þetta bara alls ekki, en lærum mikið af þessu öllu og gerum okkar besta.
Ég vona að allir taki sig saman um að mæta annaðkvöld, þetta verður örugglega mjög skemmtilegt, enda margir að leggja fram sína vinnu og tíma fyrir gott málefni.

Jón Gunnar er komin af stað í endurhæfingu á Grensás, en annars hef ég ekki séð hann í dáltinn tíma núna :( erfitt að vera svona langt í burtu, hefði verið svo gott að geta fylgst með framförum hjá honum og heimsótt hann. Ég fer reyndar til hans eftir ca. 10 daga, því ég er að fara með börnin til Flórída í enda þessa mánaðar. Pabbi krakkana, amma og afi bjóða þeim út, og var allt bókað og greitt í september eða október, svo það hefur verið löng bið hjá þeim. Verðum í 18 daga í steikjandi hita geri ég ráð fyrir. Þarf svo að fara beint í aðgerð hjá tannsérfræðingi þegar ég kem heim :/ fer að fá restina af brosinu aftur loksins :)

Jæja, Jói kominn heim úr skólanum og argar á athygli, þau voru ekki lítið kát þegar ég stökk útá trampólínið í gær og hoppaði og skoppaði þangað til lappirnar urðu að brauðfótum, skjögraði svo inn og hrundi niður í sófann.

No comments: