Monday, May 05, 2008

Umferðamiðstöðin Sunnuvegi og fleira.

Já það er sko aldeilis engin lognmollan hér á bæ þessa dagana. Aron frændi er hjá okkur í 4 eða 5 daga og Þoka litla trítlaði með, hún er alveg dásamleg þessi hundur, hlýðir öllu og ofsalega mikil kelirófa og krútt...þangað til ég gómaði hana uppi á stofuborði að klára af diskunum hjá krökkunum, ha ha :D ....arrg, mig langar svo að eiga hund :( En það er ekki til umræðu, ég get ekki tamið dýr, reyni sem best að temja börnin, það gengur svona upp og ofan :)
Í gær voru hérna 6 börn, 1 hundur, 1 hamstur, 1 sérvitur páfagaukur og ég og Páll með te í bolla og reyndum bara að anda djúpt... hehe, það tókst ágætlega bara, hann hefur róandi áhrif.....sko Páll... þó tebollinn sé nú líka góður ;D Þetta var bara mjög gaman, krakkarnir rápuðu út á trampólín og inn aftur ca. trilllllllljón sinnum, ég lokaði hurðinni á eftir þeim eins og vel þjálfaður dyravörður.

Jón Gunnar bróðir tekur lítil skref upp á við með hverjum deginum, reyni svona að fá fréttir af honum eins og hægt er, skilst að hann sé farin að borða og tala, sé aðeins farin að stíga í fæturna með góðri hjálp og segir öðru hvoru að hann vilji fara heim. Greyið, hann er sko örugglega komin með nóg af spítalavistinni og langar bara heim. En Guðrún er mikið hjá honum og hvetur hann áfram, eins hafa pabbi hans, mamma og Ragnar bróðir verið hjá honum frá fyrsta degi og hafa íbúð í bænum svo þau hafi stað til að vera á saman, þökk sé Sigurpáli sem brást skjótt við þegar ég spurði hvort hann gæti nokkuð gert eitthvað fyrir þau með það mál. Það liðu varla 2 tímar þar til hann hringdi í mig og sagði að málinu væri bara reddað. Það var þvílíkur léttir því við vorum öll á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið fyrstu dagana og það var mikið vesen að keyra útum allt og sækja alla hingað og þangað. Reyndar buðu okkkur allir fyrir sunnan sem við þekkjum svefnpláss, sem bjargaði okkur fyrstu dagana, eða þar til við fengum íbúðina. Við systurnar þrjár erum svo allar með börn og bú hérna fyrir norðan, svo við getum ekki verið eins mikið hjá honum, það þarf að sinna skóla, mjólka kýr og taka á móti kálfum og lömbum. En Tóta og Bjössi fóru suður í gær með Elísu og Sindra í meira læknavesen, vonum að það gangi allt vel.

Gigtin mín er aðeins að plaga mig, mátti ekki sprauta mig eða taka krabbalyfin í 2 eða 3 vikur um daginn, það er víst stranglega bannað ef maður fær flensueinkenni eða hita að taka þessi lyf. Svo þá er erfiðara að sofa og puttarnir mjög aumir. Svo hjálpar það ekki mikið heldur þegar bitur maður sendir lögfræðing á eftir mér til þess eins að klekkja á mér og valda vanlíðan. Svo ég hef þurft að ráða mér lögfræðing líka sem kostar nú ekki lítið skilst mér. Alveg merkilegt hvað fólk er ósvífið, ég fékk þetta líka skemmtilega hótunarbréf frá lögfræðingnum hans á afmælisdegi bróður míns sem lá þungt haldinn á gjörgæslu. Þetta er svo mikil vitleysa og rugl að ég skil bara ekki hvernig svona menn fá inngöngu í Frímúrararegluna. Get ekki ímyndað mér að þeir samþykki þetta þar, að ráðast að einstæðri veikri móður sem hefur engin fjárráð til að verja sig.
Svo hér eftir, þið sem komið í heimsókn til mín, þá kostar kaffibollinn 1000kr. Að sitja í sófanum mínum kostar 2200 eitt kvöld, innifalið í því er afnot af sjónvarpinu. Aðgangur að salerni kostar 1500 og innifalið í því eru tvö blöð af wc pappír, handsápa og afnot af handklæði. Aðstaða fyrir reykingar er öllu dýrari og kostar 5000 að reykja sígarettu í þvottahúsdyrunum mínum vegna mengunar, en innifalið í því er reyndar hreinsun á sígarettu stubbum útum allan garð. Þetta er semsagt það helsta af verðlistanum, en lengi mætti telja!!!
Sem betur fer trúa því nú fáir hérna að ég sé slíkt glæpakvendi og þessi maður reynir af öllum mætti að dreifa hér um bæinn. Ég veit það líka best sjálf að illa innrætt er ég ekki og mun aldrei nokkurn tíma leggjast eins lágt og þessi umræddi maður er að gera.

En að öðru, því við hin erum öll að leggjast á eitt að styðja litla bróður og til stendur að halda styrktartónleika hér á Skagaströnd þar sem ýmsir góðir listamenn leggja fram sína vinnu alveg frítt, og ætlar til dæmis allur kórinn minn sem hefur mikið reynst okkur Lindu vel með yndislegum hvatningarorðum og hlýhug, að koma og syngja, og var einróma samþykki í þeim hópi að hjálpa til. Börnin okkar í fjölskyldunni spila svo á sín hljóðfæri líka og eru mjög spennt. Undirleikari og kórstjórnandinn okkar leggja fúsir fram sína vinnu og einnig fleira tónlistarfólk hér á ströndinni. Ætlum að hafa einhvern aðgangseyri sem allur rennur síðan beint til Jóns Gunnars og hans fjölskyldu sem fer stækkandi :) og hvur veit nema við systurnar lumum á einhverjum hæfileikum líka ;) Þetta er allavega í vinnslu og við vonum svo innilega að vel takist til og allir mæti, því þetta er eitthvað sem þau Guðrún og Jón Gunnar þurfa svo sannarlega á að halda því nú tekur við hjá honum löng endurhæfing, sem við biðjum fyrir að skili góðum árangri, og á meðan á endurhæfingu stendur þarf konan hans ekki bara að hugsa um tvö lítil börn, heldur þarf hún líka að fæða þriðja barnið í haust.

Jæja þetta er nóg í bili fyrir mína fingur að skrifa svona snemma að morgni :)
Læt svo vita í vikunni hvernig gengur að undirbúa tónleikana. Hún Linda mín er slíkur jaxl í svona málum að hún er með allt skipulag á hreinu og útum allt að tala við alla og redda öllu, hún er alveg ótrúleg þegar kemur að svona málum, og var reyndar strax orðin svona rösk, varla 7 ára þegar hún reddaði mömmu íbúð til að leigja!! Held ég eitt af fáum skiptum sem móðir mín varð orðlaus, hehe :)

8 comments:

Anonymous said...

Frábært að heyra með frændann minn, duglegur drengur!!!
Ég veit það Inga mín að fólk sem þekkir þig hlustar nú ekki á þetta bull frá þessum manni, ég kem bara og lem hann ef hann hagar sér ekki!!!!
Ég væri sko alveg til í að koma á þessa tónleika ;) en þar sem mín er nú svo lítil ennþá þá held ég að ég komist ekkert.....en við getum nú svo sem séð til með það. Skilaðu nú kveðju til allra frá mér ;)

Anonymous said...

Sæl sæta systir ;)

Já ég kannast við svona umferðamiðstöð :)
Bara 12 manns búnir að vera hér í heimili síðan á fimmtudag :)

Ég fer nú að hugsa mig tvisvar um áður en ég sest í sófann hjá þér góða.,., er kannski tímagjald líka :) eins gott að ég reyki ekki og drekk ekki kaffi..,hahahah

Heyrðu jább er á fullu að undirbúa tónleikana og allt að smella saman ;) Vona bara að einhverjir mæti svo .,.,.,..,

Róra þú veist að það er aðeins 3 tíma akstur norður á Ingu hraða :)

Heyrumst síðar ;)
Kv Linda björk

Bjarney Halldórsdóttir said...

Þetta er enginn smá fréttapistill.

Gott að heyra að Jóni Gunnari miðar áfram og fín hugmynd hjá ykkur að efna til tónleika. Er komin dagsetning á þá?

Bella said...

Hæ Inga mín!
Leiðinlegt að heyra af óförum Jóns Gunnars. Nú veit ég reyndar ekki hvað kom fyrir en vonandi fer það vel. Ég hef ekki séð hann síðan um það leiti sem Ragnar(heitir ekki litli bróðir það?) fæddist.

Hva! Hafa leiðinlegir kallar ekkert skemmtilegra að gera en að hrella ungar dömur með lögfræðingum? Ég veit ekki betur en lífsmottóið þitt sé að vera góð og kurteis við alla, líka ljótu strákana (því þeir gætu átt sæta vini :Þ)

Sumarkveðja frá Sandnesi í Noregi

Anonymous said...

Predilection casinos? weigh this advanced [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] legitimate and safe conduct up online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also keep our contrastive [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] start at http://freecasinogames2010.webs.com and strain one's hands on chief gimmick !
another late-model [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] form is www.ttittancasino.com , in checkout german gamblers, phone manumitted online casino bonus.

Anonymous said...

create to a halt in the localize of all to probe this gratis [url=http://www.casinoapart.com]casino[/url] hand-out at the greatest [url=http://www.casinoapart.com]online casino[/url] signal with 10's of sophisticated [url=http://www.casinoapart.com]online casinos[/url]. actions [url=http://www.casinoapart.com/articles/play-roulette.html]roulette[/url], [url=http://www.casinoapart.com/articles/play-slots.html]slots[/url] and [url=http://www.casinoapart.com/articles/play-baccarat.html]baccarat[/url] at this [url=http://www.casinoapart.com/articles/no-deposit-casinos.html]no neighbourhood casino[/url] , www.casinoapart.com
the finest [url=http://de.casinoapart.com]casino[/url] against UK, german and all unexcelled the world. so in utter of the cork [url=http://es.casinoapart.com]casino en linea[/url] baulk us now.

Anonymous said...

It isn't hard at all to start making money online in the underground world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat community[/URL], Don’t feel silly if you haven’t heard of it before. Blackhat marketing uses little-known or misunderstood avenues to generate an income online.

Anonymous said...

[url=http://www.23planet.com]casino[/url], also known as settled casinos or Internet casinos, are online versions of run-of-the-mill ("buddy and mortar") casinos. Online casinos own gamblers to filch up and wager on casino games in toto the Internet.
Online casinos superficially gig odds and payback percentages that are comparable to land-based casinos. Some online casinos control on higher payback percentages during group instrument games, and some movement respectful payout serving audits on their websites. Assuming that the online casino is using an correctly programmed unspecific scads generator, proffer games like blackjack stress an established form a crease edge. The payout slice during these games are established sooner than the rules of the game.
Numerous online casinos appoint en masse or overnight bag their software from companies like Microgaming, Realtime Gaming, Playtech, Worldwide Brash Technology and CryptoLogic Inc.