Sunday, May 18, 2008

Og lífið heldur áfram

Það er svo margt sem ég gæti sagt hérna núna.... margt sem liggur þungt á okkur fjölskyldunni þessa dagana. Þrátt fyrir vel heppnaða tónleika, varði sú gleði ekki lengi, þar sem það var rifið niður framan í okkur næsta dag. Við látum ekki bugast, bróðir okkar þakkaði okkur fyrir það sem við gerðum fyrir hann, konuna hans og börn, og það er það eina sem skiptir máli. Ég myndi glöð gera þetta allt aftur fyrir hann.
Get ekki sagt mikið meira um það mál... og til hvers....?
Læt fylgja með tilvitnun við hæfi
Góða nótt.


"Everyone has a right to be stupid; some people just abuse the privilege"

12 comments:

Anonymous said...

er ekki komin tími á allsherjarfjölskylduráðgjöf, svona bætir ekki neitt

Anonymous said...

Þetta var ótrúlega flott hjá þér Inga í kirkjunni og mátt bara vera stolt með þitt!!!!!!

Anonymous said...

Búin að sjá þetta á youtube, þetta var ekkert smá fallegt hjá þér!
Og mikið rosalega á tilvitnunin neðst vel við núna...
Kv. Valdís

Anonymous said...

já ég tek undir þetta hjá Valdísi,, og mikið rosalega söngst þú þetta vel Inga ,,, hefðuð ekki átt að láta þetta fara svona eins og þetta fór ..þið áttuð bara að taka þetta 3 systurnar :)

BbulgroZ said...

Jú vel gert Inga og fél, en leiðindi í kringum þetta?? Skil ekki?!

Anonymous said...

Já þetta var rosalega flott hjá þér og ég er sammála anonymous ;) hefðuð átt að taka þetta 3 systurnar eins og upphaflega var ákveðið en ég er ekkert smá ánægð samt með þig að hafa ekki látið neitt stoppa þig og þú tókst þetta í nefið híhí..... og já flott tilvísunin hahaha......

Anonymous said...

ekki slæm hugmynd þarna, við gætum bara alveg sett þetta á disk allar þrjár saman einn daginn, svona handa honum til að eiga. En þetta komst til skila þrátt fyrir allt, og það er það sem við vildum. Erum þakklát fyrir að hafa ekki misst litla bróður :) Takk fyrir kommentin!

Bjarney Halldórsdóttir said...

Við mannfólkið erum svo fljót til að móðgast og sérstaklega fyrir annara manna hönd.

Ég get ekki trúað öðru en þetta allt komi til af miskilinni réttlætiskend og undan því álagi sem allir hafa verið undir síðan Jón Gunnar lenti í slysinu.

Ég er virkilega stolt af þér fyrir að halda þínu striki og finnst þú hafa staðið þig virkilega vel. Og reyndar þið allar systur. Það er ekkert smávegis að skipuleggja heila tónleika og halda utan um þá.

Menn hljóta að sjá (svona í baksýnisspeglinum) hversu frábært framtak þetta var hjá ykkur og hversu góður stuðningurinn er bæði fjárhagslega og andlega.

Anonymous said...

Stórkostlegt hjá þér Inga. ég veit að kirkja er ekki auðveldasti staðurinn til að syngja. Þetta tókst vel hjá þér :) látið ekki vanlíðan annarra sem á sér enga stoð hafa áhrif á ykkar líf. Þið hafið nóg á ykkar könnu. Keep up the good work!!

Anonymous said...

ohohohoh Inga ég er farin að hlakka svo til að mæta í Evróvision partíið hjá þér á laugardaginn :)
þá tókum við þetta lag allar 3 og syngjum það fyrir Þórhall sönstjóra er það ekki?????
kv Linda Björk

Anonymous said...

þetta var rosa flott hjá þér og meigi bróðir þinn og fjölskylda vera stolt af þér .þau hljóta að vera rosa stolt hvernig er annað hægt:)

Bjarney Halldórsdóttir said...

Hei það er mynd af þér í mogganum í dag. Tekur þig bara nokkuð vel út verð ég að segja.

Sagt frá styrktartónleikunum og hversu vel þeir tókust.

Allir að skoða moggann í dag!!!