Friday, May 16, 2008

Vel heppnað tónleikahald

Þetta gekk held ég bara ágætlega allt saman í gærkvöldi :) fullt af fólki lagðist á eitt um að gera þeim Jóni Gunnari og Guðrúnu lífiið léttara á meðan hann er að einbeita sér að því að ná bata.
Við erum öllum innilega þakklát.
Ótrúlegt hvað svona breytir hjá manni viðhorfi til lífsins. Þetta hefur fært okkur systkinin nær hvort öðru og styrkt okkar samband. Ég gerðist mjög hugrökk og söng lag ALEIN....jæks :) úff, það var svona oggu pínu hnútur í maganum, en ég hugsaði til litla bróður allann tímann, enda sérstaklega saminn ofsalega fallegur texti fyrir hann við fallegt lag. Það klöppuðu meira að segja næstum því allir :)
Kórinn okkar Lindu, Samkórinn Björk, er okkur orðin nánast eins og lítil fjölskylda, dásamlegt fólk og frábær kórstjórnandi sem gerir allar æfingar léttar og skemmtilegar, og ekki má gleyma undirleikaranum, ég verð alltaf græn af öfund þegar hann spilar, þvílíkur snillingur.
Það var eiginlega sama hvert við leituðum, allir vildu eitthvað gera til að hjálpa og æðislegt að sjá hvað við eigum mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki hérna á ströndinni.

Börnin mín voru útkeyrð í morgun, þau vöktu til hálftólf í gærkvöldi, voru með okkur á tónleikunum. Sigurbjörg spilaði á píanóið á tónleikunum ásamt börnunum hennar Lindu sem spiluðu á sín hljóðfæri og Jónu Margréti systur Guðrúnar sem spilaði líka á píanó.

Jæja, læt þetta duga í bili.

5 comments:

Anonymous said...

Vona að þú hafir heyrt klappið mitt allaleið frá Reykjavík....já ég klappaði sko hátt og geri enn....
Ánægð með ykkur, gott hjá þér að syngja, minns er stoltur af þinns ;)

Anonymous said...

Já Inga ég held þetta hafi bara heppnast vel hjá okkur :)
Mér heyrist fólk hafa verið mjög ánægt og þegar þú söngst lagið þá var allur salurinn bara í leiðslu.,..,þetta var svo flottttttt
kv Linda

Bjarney Halldórsdóttir said...

Til hamingju með þetta!

Frábært framtak hjá ykkur og gaman að því að bæði börn og fullorðnir létu ljós sitt skína.

Anonymous said...

Já Inga þetta var alveg frábært hjá okkur í alla staði ;)
söngurinn hjá þér alveg geggjaður ;)
jæja ég ætla að fara að setja myndbandið þitt á youtube.com ;)
ef ég kann það :))))

koss og kram kv Þórunn

BbulgroZ said...

Flott framtak...hlakka til að sjá sönginn á youtube.

Gangi ykkur vel.