Wednesday, November 15, 2006

Moka snjó moka snjó

Já, hérna snjóar og fýkur og það fýkur fyrir bílskúrshurðina svo að ég þarf að halda því góðu svo gullmolinn fái nú að lúlla inni :) En það er ótrúlega hressandi að klæða sig vel og skella sér úti í snjómokstur.

Hinir gullmolarnir mínir hafa það bara gott, þó sumir séu komnir hættulega nálægt gelgjunni, hún er farin að taka nokkrar góðar æfingar í viku og snýr þá uppá sig, segir nei eins oft og hún getur og ranghvolfir augunum með stæl. held ég hafi heyrt þetta kallað "pre-teen" eða eitthvað svoleiðis einhverntíman. En henni til málsbóta verð ég að segja að hún er alltaf að taka til í herberginu sínu, setur britney eða black eyed peas í botn og gólar með :) Já hún er efnileg hún dóttir mín!

Svo fórum við í afmæli í sveitina í gær, hún Freydís litla frænka mín er orðin fjögurra ára og varð ekkert sérstaklega ánægð með að ég kallaði hana "litlu frænku" hún er nebbla orðin STÓR núna og ekkert múður!!! Ég leiðrétti að sjálfsögðu þennan ægilega misskilning hið snarasta og held ég sé örugglega í náðinni á ný :) Svo gaman að finna hvað ég er nánari þessum litlu frændum og frænkum eftir að ég flutti, þau þekkja mig svo vel núna ég ég fæ alltaf knús þegar við hittumst.

Well....ég gleymdi að sjálfsögðu að taka mynd af glæsikerrunni en reyni að redda því fyrir næsta blogg.

3 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þú ert dugleg að blogga! En glætan spætan að þú farir uppfyrir mig á listanum hans Arnars.

Refsarinn said...

Hey taktu mynd af snjónum um leiði og þú myndar bílinn. Það er svo langt síðan við sáum snjó hérna fyrir sunnan.

Anonymous said...

OMG hvað ég sé hana fyrir mér sætu skvísuna þína híhí.
Gaman að heyra hvað þér líður vel, það er nú fyrir öllu.
Já endilega að taka mynd af snjónum líka, ég er alveg sammála því......hér er bara frost og ógeðslega kalt en enginn snjór.....brrrrr kalt kalt