Wednesday, November 22, 2006

Þetta gengur ekki lengur!!

Nú þarf að bretta upp ermar og setja í gírinn, hér bíða jólaseríur í röðum eftir að komast í glugga. Og þetta er sko engin blokkaríbúð sem ég er í lengur!!! Svo erum við systurnar að spá í Akureyrarferð fljótlega og klára innkaupin, það er alveg ágætt að versla á glerártorginu, þar er rúmfatalagerinn, byko og svo litlar sérverslanir, svo er náttla bónus, hagkaup og húsó þarna líka, svo þetta verður fín dagsferð :)

Fór með krakkana í dag á foreldrafund í skólanum og kennararnir gátu bara ekki hætt að tala um listræna hæfileika dóttur minnar :) enda er ég dugleg að geyma myndirnar af óla prik sem sjálfsagt eiga eftir að fara á einhverjar billur er fram líða stundir.
Jói er víst allur að koma til, hefur mikið dálæti á tungumálum og kann svo til öll helstu blótsyrði á ensku, og duglegur að æfa þau líka :/ þannig að það er allt í gúddí í þeirri deildinni, en mamman fékk samt áminningu fyrir að vera ekki nógu dugleg að láta þau lesa!

Sprauturnar eru að virka fínt, ég er nánast hætt að haltra og sef svo miklu betur, loksins!
Síðan er það árlegi hausverkurinn, hvað á að gefa börnunum í jólagjöf... ohh.... gef þeim bara símaskránna... þá fá þau nú heldur betur að lesa maður, hí hí... og kennarinn ánægður og alles :)

jæja, held að kjötbollurnar séu tilbúnar, og svo er framundan kellingakvöld á skjá einum :)
verið nú dugleg að kvitta hjá mér, það er svo gaman að sjá hverjir kíkja hér til mín.

6 comments:

Anonymous said...

Það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt sæta frænka........gott að það gengur svona vel hjá krökkunum..........

Anonymous said...

Stelpan hefur listræna hæfileika frá mömmu sinni, þó þeir komi út hjá móðurinni meira í föndri og prjón.
Ekki frá því að dregurinn hafi tungumálahæfileikana frá mömmunni líka, man ekki betur en þú hafir verið ansi sleip í að blóta á öðrum tungumálum!

Anonymous said...

Ég kíki alltaf, líka bara til að sjá hverjir eru að blogga...þú og Saumakonan eruð í mikilli keppni á listanum mínum, en eruð nánast hníf jafnar : )

Gangi þér vel

Bella said...

Hæ Inga mín!
Ég kíki alltaf á þig og finnst gaman að fylgjast með.
Þú ert svo skemmtileg, jákvæð og fyndin!
Hafðu það alltaf sem best!

Anonymous said...

Hæ Inga mín, ég kíki alltaf á síðuna hjá þér, á hverjum degi, aðeins svona til að fylgjast með. Gott að það gengur svona vel í skólanum hjá Sigurbjörgu og Jóa.

Refsarinn said...

Jebb ég lít reglulega í heimsókn. Þetta er líka, nánast eina leiðin til að vita hvort þú sért lífs eða liðin:)