Tuesday, November 28, 2006

Jóla jóla

Helgin var yndisleg, ég held ég hafi bara sofið í fjóra daga, ekkert smá næs. Krakkarnir fóru til pabba síns, og fóru með flugi!!!! Ég átti mjög erfitt með þetta ferli, flugvélin svo lítil að varla var hægt að standa þarna uppréttur og krílin mín ennþá svo lítil að fara svona ein... en allt fór vel þó flugvélin væri við það að fara af stað með mig innanborðs... ég HÉLT nú ekki! Æpti NEIIIII, því að það var búið að loka hurðinni og taka tröppurnar. Það var alls ekki góð tilfinning að horfa á eftir flugvélinni fara á loft með allann minn fjársjóð..

Núna er komin jólafílingur og ég alveg skemmtilega flækt í eins og 10 stykki af seríum, en þetta er alveg rosa gaman og þessi bær hérna breytist í lítið jólaland í desember, seríur í öllum gluggum, trjám og fánastöngum.

Ég og Þórunn fórum til Lindu og föndruðum tvö kvöld í röð, höfðum það alveg roalega gott og vorum mjög duglegar, svo þið eigið von á ansi flottum jólakortum verð ég að segja... ef ég kemst útá pósthús með þau, það hefur reynst þrautinni þyngra að koma þessu í póst, maður er alltaf á leiðinni þar til það er skyndilega komin aðfangadagur, kortin ennþá uppá örbylgjuofninum og ég enda með að senda sms kveðjur... :/

Svo var hérna stormur í nótt og ég svaf heilan hálftíma... var alla nóttina að bíða eftir að fá rúðurnar upp í rúm til mín, þetta var alveg svakalegt, og ég þurfti að moka mig út í morgun vegna þess að snjórinn fauk allur upp að útidyrunum.

2 comments:

Anonymous said...

Sveitarómantíkinni vel lýst í þessum pistli þínum mín kæra.

Vildi að ég hefði getað verið með ykkur í föndrinu

Refsarinn said...

Gott að vera laus við blessað föndrið. Höldum því í sveitunum. Magnað með þennan snjó, af hverju fáum við ekki svona snjó!