Monday, November 13, 2006

Hellú!


Hér er vægast sagt klikkað veður. Héldum upp á afmælið hans Jóa í dag, buðum bekknum hans kl. 3 og fjölskyldunni kl. 5. Það mættu bara um helmingur af krökkunum og síðan voru þetta bara Þórunn systir og hennar fylgilið, mamma, Ragnar bróðir og náttla ég :) Við sjáum hvergi út, snjóað fyrir alla glugga og það brakar og brestur í öllu húsinu, þori ekki öðru en að láta Jóa sofa í gestaherberginu í nótt, það glymur alveg óhugnalega á hinni hliðinni á húsinu. Afmælisgestir mættu flestir í kraftgöllum og einhverjir meira að segja með skíðagleraugu.
Þetta var bara mjög góður dagur, hún litla systir mín tók nú bara mest allann bakstur í sínar hendur og fór létt með, og ég verð bara að láta fylgja með mynd af spiderman kökunni sem hún gaf honum Jóa, þetta er náttla bara listaverk!!

Nýji bíllinn okkar er æðislegur, við nebbla klesstum Toyotuna okkar :'(
Vorum svosem ekki á neinni ferð, lulluðum í umferðarhnút sem skyndilega stoppaði... en ég...ekki.. svo vorum við svo óheppin að bíllinn fyrir framan okkur var jeppi, þannig að við fórum bara undir hann og ég sá bara húddið koma á móti mér!! Í stuttu máli sagt, honum er ónýtur :( og við sjáum mikið á eftir þessum bíl sem hefur mátt þola mikið (þið sem vitið hvað ég keyri fallega..ehemm..)
En semsagt nýji bíllinn, er skoda oktavía árgerð 2005, gylltur og glæsilegur með sjálfskiptingu sms-bremsum...abc...lgg eða hvað þetta heitir. Hann tengdafaðir allra tengdafeðra stóð mér þétt við hlið í þessum bílamálum og er það mér alveg ómetanlegt, og hann Sigurpáll minn gerði allt fyrir mig sem hann gat, sá algerlega um dráttarbílinn og allt sem því fylgdi að koma bílnum á sinn stað, og allt þetta er fyrir þeim sjálfsagðir hlutir að gera fyrir fjölskylduna, það hjálpast bara allir að :)
þau sitja líka uppi með mig sem fjölskyldumeðlim um ókomin ár, og nokkur ár eftir það...

Ég fór í spítalaheimsókn á gigtardeildina síðustu helgi og fékk nýtt lyf sem ég get spautað mig með sjálf, þurfti aðeins að læra handtökin við að blanda og útbúa sprautuna en annars er þetta lítið mál, var svo hjá þeim klukkutíma eða svo til að tékka á viðbrögðum mínum við lyfinu. Það var allt í þessu fína með það og ég þarf því ekki að mæta alltaf í bæinn til að fá lyfin. Þetta nýja lyf heitir Enbrel en það er víst eitthvað sambærilegt remicade, það er lyfið sem ég var á áður en ég fékk einhver ófnæmisviðbrögð og þurfti að hætta á því.

Jæja þetta eru held ég nægar upplýsingar í bili. Ég ætla svo að setja mynd af bílnum í næsta blogg!

ble ble

4 comments:

Anonymous said...

Rosalega er ég ánægð með þig sæta frænka, það er nefninlega svo gaman að lesa bloggið þitt. Til hamingju með stóra strákinn þinn um daginn (úpps ég gleymdi að hringja :( sorry)
Já þú átt svei mér þá myndarlega systur og marga góða að....hlakka til að koma næst norður....ætli það verði nokkuð fyrr en næsta sumar, ég nefninlega er svo skíthrædd að vera að ferðast á veturnar þannig að ég fer eins sjaldan og ég mögulega get út úr bænum...........en við sjáum til sæta........love you ;)

Anonymous said...

Jibbí je nýtt blogg...

Til hamingju með nýja bílinn!
Hlakka til að sjá mynd af honum.

Refsarinn said...

Jamm láttu okkur ekki bíða of lengi

Anonymous said...

Hey Ingan kominn á bloggsviðið á ný
: ) Gaman að sjá, til hamingju með drenginn, kökuna og nýjabílinn og lyfið auðvitað líka. : )