Tuesday, September 11, 2007

Enn ein Reykjavíkurferðin

Ákvað að skella mér suður með börnin yfir helgina, fórum á föstudag eftir skóla og tókum okkur bara góðan tíma í ferðina, hlustuðum á músík og upplestur úr bókum á leiðinni. Sigurbjörg er orðin svo dugleg að lesa, svo við fengum að heyra allt um Einar Áskel á leiðinni :D
Um kvöldið settumst við svo öll niður og horfðum á upptökur af krökkunum frá fæðingu og upp úr. Þvílíku krúttin, og rosalega var gaman að spjalla og rifja upp minningarnar. Á laugardeginum hitti ég svo Bjarney í mýflugumynd eiginlega, en náðum að rúlla í gegnum garðheima og kíkja á kaffihús í hádeginu. Mjög næs. Kellingin í afgreiðslunni spurði okkur hvar við ætluðum að sitja, og ég svaraði strax : einhversstaðar á reyklausu svæði !!! :) algjör sveitalúði, auðvitað er allt orðið reyklaust í dag, dööö!!!

Síðan fórum við Sigurpáll með krakkana í bíltúr til keflavíkur á nýja bílnum hans. Krakkarnir sátu afturí með sitthvort heyrnatólið og horfðu á dvd mynd á sitthvorum skjánum beint fyrir framan sig! Það sem pabbinn dekrar ekki við krílin sín :D
Kíktum á Helgu og Stulla í smástund og fórum svo í leiðinni til baka aðeins í Grindavík þar sem Stulli var að keppa í einhverri sterkra-manna-keppni.

Ég fékk svo auðvitað að sofa út á sunnudeginum ;) það er að sjálfsögðu dekrað við mig líka! Alltaf líður manni eins og..... hvað segir maður... "blómi í eggi" ..."unga í hreiðri" ..."barni í bleyju".... æ þið vitið... mig langar allavega aldrei að fara :)
Hún Helga gerði sér svo lítið fyrir og brunaði í bæinn til að strolla aðeins í kringluna með mér. En eftir smátíma var ég farin að haltra ískyggilega mikið og orðin eins og illa prentaður bæklingur, svo ég varð eiginlega að stytta þá ferð aðeins, fór og lagði mig í tvo tíma og treysti mér ekki til að keyra heim þann daginn, svo við gistum auka nótt, sem var auðvitað bara frábært, horfðum bara á fleiri video upptökur af gríslingunum og höfðum það gott.
Fórum svo heim á mánudeginum, pabbinn hitti okkur á kaffihúsi og bauð okkur í hádegismat, skaust úr vinnunni til að geta kvatt börnin. Við keyrðum svo heim í grenjandi rigningu.

Ég náði loksins á gigtarlækni í dag, er aðeins búin að rembast við það í tvær vikur eða svo. Er byrjuð aftur á sprautunum og sé fram á bjartari daga. Þetta var ekki orðið sniðugt lengur, ég get orðið ekki hreyft á mér höfuðið á nóttunni og vakna við hverja hreyfingu. Og að komast framúr á morgnana er bara ekki möguleiki nema að taka nokkrar verkjatöflur tveim tímum áður. En Sigurbjörg mín er svo dugleg að hún getur orðið hjálpað til við morgunmatinn og svona smáhluti sem mig munar svo um þegar dagarnir eru svona.
Jæja, Linda systir hringdi í mig rétt áðan og gjörsamlega geispaði mig í kaf, ég held í tölti bara í bólið, þetta er þvílíkt smitandi, ég var svo innilega farin að geispa í kór með henni, ha ha ha :D

bleble

2 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég segi alltaf: Að hittast í mýflugumynd er betra en að hittast ekki.

Vonandi fara lyfin fljótlega að virka á þig kelli mín

Anonymous said...

Já sammála Bjarneyju - hmm segir maður þetta svona - veit ekki - hefði alveg verið til í að hitta þig smá en........svona er lífið víst...hittumst bara næst þegar þú kemur sæta frænka mín ;)