Friday, September 21, 2007

Innipúkar í dag

Það er frí í skólanum í dag og svona ekta inniveður (rok og rigning).
Sonur minn segist ákveðin í að "snerta" ekki rokið í allann dag!! Við finnum okkur eitthvað að dunda við... td. heimanámið :D haha, ekkert voðalega fyndin uppástunga fannst þeim. Annars voru svona rokdagar bara spennandi í gamla daga. Þá klæddi maður sig bara í svartan ruslapoka og hljóp út... og náði að stoppa á næsta grindverki !

Sigurbjörg kom með fyrstu verkefnablöðin heim úr píanónáminu í gær, og henni þykir þetta mjög spennandi :) vonum að það haldist þannig. Ég er allavega það spennt að ég dreymi píanó nokkrum sinnum í viku. En ég ætla að kíkja eftir tónfræðiverkefnum á netinu fyrir hana, það hlýtur að vera eitthvað þarna sem ég get hjálpað henni með.

Ég sit föst á kvöldin í leik sem heitir "cradle of rome" er að klára hann í 5. skiptið.... spurning um að finna sér nýjan leik.... eða eitthvað annað uppbyggilegra að gera? Ég gæti sest niður og klárað að prjóna þessa blessuðu peysu sem ég er búin að rekja upp þrisvar!!

Fórum í afmælisveislu til Arons frænda í gær. Um hálffjögur hringdi ég í þau til að spyrja hvenær við áttum að koma, hafði eitthvað skolast til mætingin. Bjössi svarar og spyr: -Inga, við erum hér... hvar ert þú?? Ég missti mig úr hlátri og hló alla leiðina.

Jói er komin hérna til að tilkynna mér að ég sé alveg örugglega búin með tölvutímann minn í dag! Hann fær nefnilega bara klukkutíma á dag, svo það er vel fylgst með okkur hinum líka.

Góða helgi

4 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Heyrðu þú verður að sækja þér leik sem heitir Rise of Atlantis (hann er með sýnishorn á leikjanet.is). Sá er mjög svipaður leiknum sem þú nefnir.

Að vera innipúki í einn og einn dag er allt í lagi. En það þarf að kenna þessum ungdómi í dag að leika sér í rokinu. Ég man nú reyndar ekki eftir að hafa klætt mig í ruslapoka. En man bæði eftir að binda band í innkaupapoka og líka að lyfta upp úlpunni upp fyrir höfuð verandi ennþá í ermunum og takast á við vindinn.

Anonymous said...

búin með hann líka :( im hopeless

BbulgroZ said...

football manager er leikurinn sem hægt er að spila endalaust, snilld!!!

Anonymous said...

Líst vel á tölvutímann. Þú verður að vera fyrirmyndin. Hann Jói er svolítið mikið klár og ég trúi því að hann láti mömmu sína ekki komast upp með e-ð svindl! :)