Thursday, September 27, 2007

Krílin mín

Átti stutt samtal við Jóa í bílnum í gær, datt í hug að spyrja hvað hann langaði að fá í afmælisgjöf.

Ég: -Jói minn, nú átt þú bráðum afmæli :) hvað langar þig að fá í afmælisgjöf?

Jói: -hmmm..... get ég fengið kveikjara?

Ég: - KVEIKJARA?? Ertu snar? auðvitað máttu ekki fá kveikjara, það gæti orðið bara mjög hættulegt.

Jói: - Get ég þá fengið handsprengju?

Ég: -WHAT?? HVAÐ Í...??? Jói minn, ég er að tala um eitthvað dót, föt, bækur og svoleiðis!!

Jói: - já, ók þá, ég skal hugsa málið.

Hitt krílið mitt er greinilega á viðkvæmum aldri núna, og með einhverjar hugmyndir um það að hún eigi að líta út eins og Britney Spears... þið vitið... "pretty girl britney".
Það hefur gengið á ýmsu í þeim málum, kvartað yfir að vera ekki svona og svona, og að vera ekki eins og hinar stelpurnar með hitt og þetta. Ég styð hana alltaf í svona málum upp að vissu marki auðvitað. En þetta var farið að ganga, fannst mér of langt í vissu málefni (fer ekkert í smáatriðin hérna)

Svo að ég ákvað að setjast niður með dóttur minni fyrir framan tölvuna í gærkvöldi eftir að Jói fór að sofa. Nýtti mér tæknina, og "googlaði" myndir af börnum um allan heim, sem ekki eru jafn lánsöm og hún sjálf. Það má kannski deila um þessa leið mína til að opna augu hennar fyrir þjáningum annarra, en ég vonaðist til að hennar vandamál ( vildi þó alls ekki gera lítið úr því að við höfum áhyggjur af svona hlutum sem börn) yrði kannski ekki eins stórt eftir þessa kennslustund :)
Það hafði tilætluð áhrif, og endaði samtalið á þeim hugleiðingum hvað við gætum gert til að hjálpa greyið börnunum sem eru svona lasin og þeim sem eiga hvergi heima og eiga enga mömmu og pabba. Hún fór að sofa nokkuð sátt held ég, allavega þakklát fyrir að eiga foreldra öruggt skjól og rúm til að sofa í!! Greinilega djúpt hugsi stelpugreyið þegar hún tölti inn í rúm. Sjáum hvað kemur úr þessu.

Annars er lítið að gerast hérna, er að fara út í skóla á eftir að skoða sýningu á því sem þau hafa verið að gera í hannyrðum, smíðum, heimilisfræði og myndmennt svona í fyrstu lotu. Breytt fyrirkomulag frá því í fyrra, þar sem þá var aðeins ein sýning að vori. En ætla fyrst að sitja einn píanótíma hjá henni og sjá hvernig gengur.

5 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

he he

Handsprengja á óskalistanum. Væri fróðlegt að vita hvað hann ætlar sé með hana...

BbulgroZ said...

Láttuð það eftir honum, gefðu honum kveikjara eða handsprengju og sjáum hvað kemur út úr því : )

Anonymous said...

Hæ hæ

Jói er náttúrulega bara snilldar drengur ;-) Hefði verið gaman að vita hvað hann ætlaði sér fyrir með sprengjunni hehe

Annars hef ég líka googlað fátæku börnin til að vekja til umhugsunar hversu lánsöm dóttir mín er og að hún eigi stundum að þakka fyrir það sem hún hefur og ekki endalaust líta á það sem sjálfsagðan hlut og biðja um meira ;-)

Bjarney Halldórsdóttir said...

Hei, en hvernig var í píanótíma?

Anonymous said...

O, píanótíminn var ljúfur :)
Mig langaði auðvitað pínulítið...nei, ók, var gjörsamlega við það að fleygja kallinum frá hljóðfærinu og láta vaða!!! Vá, langt síðan ég hef fengið að spila á píanó.