Wednesday, August 01, 2007

Akureyri í dag

Ákvað kl. 7 í morgun að bjóða krökkunum í dagsferð til Akureyrar og dekra aðeins við okkur :) um 8 leytið var ég orðin svo spennt að ég gat ekki meir og vakti þau til að segja þeim frá þessari svakalegu uppástungu!!
Tókum ömmu gömlu með og vorum lögð af stað um kl.10. Jói spurði mig síðan nokkrum mínútum seinna hvort við værum ekki að verða komin :D alveg dásamlegur!
Fórum með þá gömlu í gleraugnaverslun því hún sá ekki glóru.... ég var búin að senda og lesa fyrir hana nokkur sms til dæmis... hehe :)
Svo fórum við í BT og keyptum okkur playstation gítarleikinn "gitar heroes" ég er gjörsamlega kolfallin og geðveikur gítarleikari.... greyið Jói :/ ...mamma plííís má ég núna prufa....
Sigurbjörg fékk "singstar" hún á eftir að verða góð, og ég er svo stolt þegar ég ligg með eyrað upp að hurðinni hjá henni þegar hún er að syngja og hlusta á músík, hún er greinilega að erfa tónlistargenin frá gamla settinu.
Svo var það Bónus náttla, þar setti ég mig í hollustugírinn og labbaði framhjá öllu kex og nammi draslinu sem virðist vera í ÖLLUM hillum þegar maður reynir að sjá það ekki!! Þefaði uppi starfsmann og spurði: HVAR geymiði haframjölið eiginlega??? Já, nýja mottóið er að hugsa innanfrá ef þið skiljið... þetta á ekki bara að snúast um lúkkið, ég þarf eiginlega líka að fá að lifa aðeins lengur....svo er líka alveg hrikalega neyðarlegt að fara út að hjóla með syni mínum... MAMMA MAMMA, það er ekkert loft í dekkinu hjá þér!! -En það er allt í lagi mamma, þú ert bara pínu feit!! Ó god, mig langaði að hjóla útí næsta skurð.
Við komum semsagt heim um kvöldmatarleytið, dauðþreytt og með pínu samviskubit yfir eyðslunni, við keyptum okkur nebbla tvo fugla líka, þau eru opinberlega kærustupar og fengu nöfnin Lóa og Spói. Mín hugmynd féll ekki í kramið (Lóa og Finnbogi) mamma truflaðist úr hlátri og Sigurbjörgu fannst "Finnbogi" ekkert mjög grípandi nafn á fugl!

sjúddirarirei

3 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Svakalega segirðu skemmtilega frá. Maður bara getur ekki varist hlátri við að lesa um "venjulega" ferð á Akureyri.

Ps. loftþrýstingur í hjóladekkjum á að vera mjög mikill. Mjög líklega er ekki nógu mikið loft í dekkjunum hjá þér (það er líka léttara að hjóla með vel pumpað í dekkin).

Anonymous said...

hjúkk, ég er þá barasta ekkert eins mikill hlunkur og ég hélt :D

Anonymous said...

Hahahahha.....
Talandi um það þegar börnin gera grín að manni.
Var neð Rakel í sundi og hún var að kafa svo fékk hún algjört kast... Mamma þú hristist öll þegar þú ert að synda. ég auðvitað snar hætti að fara í sund, eru svo fyndin.