Saturday, August 25, 2007

sumar í rénum


eða segir maður það ekki annars? Hljómar svo viskumannalega :)


Get ekki annað en bloggað aðeins, virðist sem sumir séu að koma reglulega og tékka á nýjum færslum hérna :D hahaha, fór að skellihlæja yfir síðasta kommentinu, þar sem mér er tjáð númer hvað viðkomandi hafi verið :D Verð bara að segja að þetta ýtir nú aðeins við manni, svínvirkar alveg.


Skólinn er byrjaður og þessi yndislega rútína komin á aftur, úff þetta er alveg dásamlegt þó ekki nema sé til hádegis! En þau virðast einhvernvegin sjálf verða rólegri og sáttari við að hafa fastari reglur þessi börn. Hef svo aðeins verið að spá í tónlistarnámi fyrir þau. Mín skoðun er sú að það eigi að vera skyldunám á einhverju stigi að þau velji sér hljóðfæri til að kynnast og læra á. Þau eru nú í 2. og 3. bekk. En á sama tíma er ég líka að spá í hvernig það hefði virkað á mig þegar ég var krakki. Ég fékk þetta tækifæri til að læra á hljóðfæri ekki fyrr en ég var orðin 12 ára og þá var ég mjög tilbúin til að læra og fannst þetta mjög spennandi. Ekki viss hvort það virkar eins vel að ýta þeim útí svona. En er það ekki hluti af því að vera foreldri? þrýsta á þau og hvetja þau áfram? Ég veit það fyrir víst að börnin mín hafa tónlistina í sér, hvenær sem það svosem kemur fram og hvort sem þau svo nýti sér það seinna meir að einhverju leyti. Kannski er ég bara miklu spenntari yfir þessu en þau :D


En í mínu tilfelli var þetta svo spennandi líka af því að ég fékk að fara í tónlistarskólann um leið og besta vinkona mín, mamma hennar og pabbi sáu tónlistaráhugann í mér og buðu mér að fara líka. Enda vorum við Bjarney orðnar eins og systur :) alltaf saman, og mér leið alltaf svo vel heima hjá þeim. Jafnvel þó hún ætti ÞRJÁ bræður!!! Aumingja þeir, að þurfa að hlusta á tvo nýgræðinga glamra tónstiga og annað skemmtilegt á píanóið hálfan daginn!!


Jæja kannski nóg komið af upprifjunum í þetta skiptið, ég gæti samt alveg skrifað bók um allt sem gerst hefur í mínu lífi. En það sem stendur upp úr að mínu leyti til er allt þetta góða fólk sem verður á vegi manns og kemur til hjálpar þegar mest þarf á að halda. Vona svo innilega að ég fái tækifæri til að vera einhverjum einhverntíma þessi góða manneskja :)


Eru ekki allir farnir að væla?? Ætli ég þyrfti nokkuð rithöfund fyrir þessa bók... ég gæti skrifað allt vælið bara alveg sjálf .


Krakkarnir voru að ryðjast inn úr dyrunum rétt í þessu, með fullan poka af nammi og heimta að horfa á "spy kids" með öllu gúmmilaðinu, ég verð víst að standa mig í stykkinu og skella myndinni í tækið.
myndin að ofan er að sjálfsögðu af okkur Bjarney á þessum tíma sem ég skrifa hér um. Algjörar samlokur :D

2 comments:

BbulgroZ said...

6264, það var ég!! : ) nei djók he he...

En þetta var skemmtileg upprifjun, hefði gaman af því að sjá meira frá þinni hlið af þessu tímabili sem var mér persónulega svolítið erfitt, sem ég veit ekki afhverju var...þið glamrandi á píanó jú vissulega þreytandi en ég held að við hefðum haft gott af því : ) og líka af þessum breytingum sem urðu á familíunni vanaföstu við komu þína : )
Ég myndi lesa bókina með upprifjun þinni úr þínu lífi, bíð spenntur eftir útkomu hennar : )

Anonymous said...

Jú þetta var nú aldrei auðvelt. ég er markeraður fyrir lífstíð af píanói og er á því að enginn eigi að koma nálægt hljóðfærum frekar enn hann/hún vill