Tuesday, December 04, 2007

Barneignarfrí !!


Já, má eiginlega kalla þetta barneignarfrí :) nema það að ég er í fríi FRÁ börnunum mínum!
Ægilega einmanalegt þegar maður kann ekki að vera án þeirra. Á að vera inni á baðherbergi að þrífa ryk og olíugrunna allt saman, en einhvernveginn bara labba alltaf framhjá herberginu þegar ég ætla mér að byrja á þessu. Og jólaseríurnar... skil ekki af hverju þær hoppa ekki sjálfar upp í glugga... það er ekki eins og þær hafi ekki farið þangað áður!!

Keyrðum á móti pabbanum upp á heiði, og svona í gamni bað ég hann að stilla kílómetramælinn hjá sér á núllið, langaði að sjá hvort við værum ca. að mætast á miðri leið. Og alveg ótrúlegt, mig minnir að það hafi verið um 2km frá því að vera sama talan hjá okkur :)

Þannig að nákvæmlega upp á miðri holtavörðuheiði (þar sem sæluhúsið var) er maður hálfnaður til Reykjavíkur :)

Ég á alltaf mjög erfitt með mig þegar ég læt þau frá mér, sérstaklega þegar þau fara í flug, mér liði örugglega betur ef ég fengi að fljúga vélinni sjálf... ég sko geri allt betur en allir aðrir :D.
en þau elska að fara til pabba, afa og ömmu, svo það er ekki það að ég hafi áhyggjur af þeim.

Við ætlum svo að vera öll saman hjá afa og ömmu á jólunum, það verður æðislegt, ég get ekki beðið eftir jólaísnum mínum, eiginlega eini ísinn sem mér finnst góður, og auðvitað þarf að gera aukaskammt þegar ég kem :) það er sko heimalagað "a la Auður" og svo fæ ég fullan pott af hvítu sósunni með hangikjetinu. Það sko datt af mér andlitið þegar við Sigurpáll eyddum fyrstu jólunum saman hjá honum. ENGIN SÓSA MEÐ HANGIKJÖTINU!! Ég hélt þau væru að grínast í mér, ha ha ha :D Ég borða nebbla smá hangikjöt MEÐ sósunni! Neibb, það var alls ekkert grín, hangikjöt, kartöflumús og grænar baunir, og laufabrauð líka. En þetta er nú kannski ekkert svo voðalegt fyrr en maður smakkar jólaréttina í Norge. Þar fékk ég súrkál eða eitthvað svoleiðis með einhverjum kjötbollum... ahh man þetta ekki alveg, mjög svo frábrugðið, en alls ekki vont, bara öðruvísi. Hvað ætli þeir borði í Kína á jólunum??

Annars er ég bara ágæt þessa dagana, er að spá í að ramma inn launaseðilinn minn fyrir desembermánuð, sprakk úr hlátri þegar ég fór inná heimabankann. Hvað myndi ég nú gera ef ég reykti?? kostar það ekki 15 þúsund á mánuði? Eða ef ég vogaði mér nú á ball... eða jólahlaðborð??? Hvað gerði ég ef ég ætti ekki góða að? Og þessi mjög svo spaugilega upphæð er MEÐ barnabótum OG desemberuppbót! Þetta eru sko alveg örugglega með réttu nefndar AUMINGJABÆTUR!! Hananú, ég er nú ekki vön að tjá mig mikið um þetta, hef hingað til átt erfitt með að segja orðið "öryrki" upphátt. Þetta er eitthvað svo neikvætt og ömurlegt orð.
Ég fyrirgef þeim samt ogguponsupínu þegar ég sæki sprauturnar mínar nokkrum sinnum á ári, þær kosta vel yfir millu á ári, en ég borga auðvitað ekkert.

Læt fylgja mynd af pæjunni minni með hina pæjuna hana Lóu á hausnum, mjög skemmtileg mynd sem Valdi náði að smella af þeim. Lóa var ekki alveg sátt við hárgreiðsluna á Sibbunni minni og reyndi að kroppa hárið úr spönginni og laga það aðeins til :)


Set svo mynd af baðherberginu þegar ég er búin með það. Áætluð verklok 2012.....

2 comments:

Refsarinn said...

HEY!!! Fólk verður líka að lifa. Það eru sannarlega nægir peningar til í þessu landi.

Bjarney Halldórsdóttir said...

Vá fullt fullt af fréttum.

Fuglinn farinn að fljúga frjáls. Varð ekkert úr varpinu? Er hann hættur að gogga í allt og alla?

Er sammála þessu með jólaseríurnar, óskaplegt vesen á þeim að gera þetta ekki sjálfar.

Gaman að vita miðpunkt ferðarinnar til þín (þetta segir mér að þið Sigurpáll eruð svipaðir ökufantar, hí hí).

Og að lokum er ég sammála bróður mínum. Það er til fullt af peningum, en það á að deila þeim á sanngjarnan máta.