Wednesday, December 12, 2007

Það er af sem áður var

Það hefur ýmislegt breyst síðan ég var lítil stelpa :)

Þegar síminn hringdi heima hjá okkur í gamla daga varð allt vitlaust, allir vildu verða fyrstir að tækinu til að svara.
Ef síminn hringir hér á þessu heimili hreyfir sig enginn nema ég. Jói situr fyrir framan tölvuna og síminn hringir beint fyrir framan hann, en hann hreyfir sig ekki. Ég kalla á hann að síminn sé að hringja, en í stað þess að svara kemur hann hlaupandi með símann til mín sem auðvitað er þá hættur að hringja! Mitt vandamál er að finna símann, ég get aldrei munað hvar ég legg hann frá mér.... og auðvitað er hann hættur að hringja þegar ég loksins finn hann!!

Þegar ég spurði eftir vinum mínum þegar ég var lítil, þurfti ég að sjálfsögðu að labba á staðinn og banka upp á. Svo spurði maður " viltu vera memm"!!
Börnin mín taka bara ekki í mál að fara að þvælast 200metra bara til einskis ef vinkonan/vinurinn skyldi svo ekki vera heima. Og í dag er spurt " geturu leikt"

2 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég man reyndar ekki eftir því að hafa slegist um það að svara í símann í gamla daga. Var haldinn símafælni langt fram eftir aldri.

En þetta með að spurja eftir þá er það einmitt þetta sama hjá mínum börnum það er alltaf hringt. Hefur meira að segja komið fyrir að hringt væri upp á hæðina fyrir ofan okkur, sem er auðvitað algjörlega út í hött.

Refsarinn said...

Já að hugsa sér ég man að foreldrar mínir töldu að botninum væri náð þegar við sögðum bæ og viltu vera memm. Lítið vissu þau um hvað var í vændum.