Friday, December 14, 2007

comment

Alltaf les ég öðru hvoru á öllum þessum bloggum hvað fólki leiðist það að fá ekki nógu mikið af "commentum" (... ég get svo svarið það að ég man bara ekki íslenska orðið yfir "comment")

Allavega, þá hef ég ekki kippt mér svo upp við þetta, fór í upphafi að blogga eftir að ég flutti hingað, og svona að mestu leyti fyrir pabba krakkana og ömmu þeirra og afa. Þar sem við vorum allt í einu svona langt í burtu, þá fannst mér það góð hugmynd að halda einsskonar dagbók, auðvitað líka fyrir alla hina fyrir sunnan sem sjá okkur sjaldan.

Ég nenni sjálf ekki alltaf að skilja eftir kvittun á öllum síðum sem ég les, þó ég lesi þær daglega, og eins og ég, þá veit fólk nokkurnvegin hverjir lesa síðuna og gera sér grein fyrir því að þetta er á netinu fyrir allra augum.

Hef þó tekið eftir því að ég á hérna það sem ég myndi kalla góða bloggvini, sem reglulega "commenta" á það sem ég skrifa, og ég verð að segja að það er alltaf alveg svakalega skemmtileg tilfinning og mér þykir mjög vænt um það að fólk taki sér tíma í að setja inn eina litla setningu, þó ekki nema sé lítil kveðja :)

Ég geri mér líka fulla grein fyrir því þar sem ég bý í litlum bæ, að auðvitað les stór hópur af fólkinu hérna það sem ég skrifa, það er mjög auðvelt að fara þennann svokallaða "bloggrúnt" og enda á hinum og þessum bloggsíðum.

Það sem ég er að meina með þessari þvælu er að það er ótrúlega hvetjandi þegar fólk setur inn hjá mér eitthvað lítið, rétt til að segja hæ, eða taka undir það sem ég skrifa.


Endilega þið sem lesið og kvittið aldrei, setjið endilega inn litla jólakveðju til dæmis :D
Þetta angrar mig alls ekki, bara meira af forvitni hugsa ég.

jæja, þetta var svona bara lítið innskot, smá pæling. Ég tek mig á líka og fer að verða duglegri að láta vita af mér á ykkar síðum.

12 comments:

Bella said...

Hæ Ingamaja mín!
Ég fylgist með þér og finnst gaman að lesa það sem þú skrifar. Þú ert svo jákvæð og góð :)
Vona að þú hafir það gott um jólin!
Kveðja frá Noregi,
Bella

Anonymous said...

Ér er nú svo ferlega latur að kvitta fyrir komur mínar en í þetta skipti..Gleðileg Jól

Bjarney Halldórsdóttir said...

hei ég kíki oft oft oft

Refsarinn said...

Jú kannast við þessa hugsun. Hef hitt fólk úti í bæ, sem ég á annars í litlum samskiptum við, sem spyr mig um hluti sem það getur aðeins vitað af blogginu mínu. Líklega aðeins lítill hluti þeirra sem les sem kvittar fyrir. Gleðileg jól Inga og vertu ófeimin við að blogga meira.

Anonymous said...

Tek undir þetta hjá þér sæta frænka, alltaf gaman að fá "comment" á færsluna sína.........þýðir "comment" ekki álit.........held það alveg örugglega........

Anonymous said...

Þessi anonymous er ég Róra frænka.....

Anonymous said...

Hæ. Er alltaf að skoða hjá þér :) Sjáumst eftir nokkra daga :)

Kveðja,
Sigurpáll

Anonymous said...

Voðalegt vesen er þetta á þér, þarf ég nú líka að kvitta?!!!!!!

Anonymous said...

Hæ hæ Inga.
Ég lít stundum inn á síðuna Þína, gaman að lesa hana :)Gleðileg jól. Kv. Vigga

Anonymous said...

http://xoxjo.yoyohost.com http://tuziboqo.freehostia.com http://www.lastfm.ru/user/megsamko/journal
взломать порно
http://bazfamnb.100webspace.net http://gamefutu.freehost123.com http://saxerino.everywebhost.com
голая анджелина доли
vrotmnenogi

Anonymous said...

http://fademapu.t35.com http://vecemudi.freehostia.com http://hoqare.700megs.com
обои с голой анной семенович
http://topupawi.freehostia.com http://fagesex.blog.tut.by/ http://sederuze.freehost123.com
быстрая загрузка порно фото
vrotmnenogi

Anonymous said...

coos http://reggelsen.dk/cs/members/Polar-Heart-Rate-Monitors.aspx networked http://reggelsen.dk/cs/members/Popcorn-Machines.aspx noncompliant http://reggelsen.dk/cs/members/Garage-Door-Openers.aspx mushroomed http://reggelsen.dk/cs/members/Area-Rugs.aspx dancehall http://reggelsen.dk/cs/members/Omeprazole.aspx discursive http://reggelsen.dk/cs/members/Vacuum-Cleaners.aspx mishmash http://reggelsen.dk/cs/members/Annuity-Calculator.aspx swimme http://reggelsen.dk/cs/members/Bariatric-Surgery.aspx ccsf http://reggelsen.dk/cs/members/Electric-Blankets.aspx corinthians http://sftc.communityserver.com/members/Furnace-Filters/default.aspx prick http://sftc.communityserver.com/members/Vending-Machines/default.aspx escaped http://sftc.communityserver.com/members/Kitchen-Cabinets/default.aspx sore