Monday, January 15, 2007

Fýkur yfir hæðir...

..og beint á bílskúrinn minn!!!! kom út í morgun og varð heldur betur hissa. það var mittishár snjórskafl beint fyrir bílskúrshurðinni en nokkrum metrum frá hurðinni nánast enginn snjór! Ég náttla vippa mér inn í skúr og næ í snjóskófluna og er ekki lengi að ryðja þessu í burtu, rosa ánægð og stolt af afrekinu, rusla börnum og skólatöskum inn í bílinn og bakka út á góðri ferð inn í annan vænan skammt að snjó!! AARRRRRGGGG.... innkeyrslan mín er greinilega það stór að ég hafði ekki fyrir því að líta yfir hana alla, svo þarna sat ég pikkföst og eyddi restinni af bensíninu í að spóla eins og fífl afturábak og áfram og beið eftir vorinu...
Sem betur fer keyrði vinur minn þarna framhjá og bjargaði börnunum í skólann fyrir mig.
Ég hélt áfram að moka sem auðvitað leiddi til þess að ég hef gleypt stóran skammt af verkjatöflum í dag og finn til í öllum liðum. Er aðeins farin að skilja fjórhjóladrifsvinsældir skagstrendinga :)

Getur það verið að HM handbolta sé að byrja 20.janúar? fannst ég sjá auglýsingu um það í sjónvarpinu en ekki alveg viss... vona að það sé rétt hjá mér, elska að horfa á svona stórar keppnir, var meira að segja farin að horfa á "tour de france" með Kristian þegar hann sat límdur yfir þessu...

well, Mikki minn er búin að pissa á gólfið og draga allt óhreina tauið fram í eldhús... eru til hundableyjur??

6 comments:

Anonymous said...

Já handboltinn er að byrja...eins og ég elska að horfa á svona og er mikið að fylgjast með íþróttaviðburðum þá hefur þetta handboltamót algjörlega farið framhjá mér...það hefur bara gleymst að láta fólk vita af þessu!!

Fáránlegt, eins og þetta er nú vinsælt hér á landi, að ég held.

Anonymous said...

Ég verð að viðurkenna að snjórinn heillar mig meira en handboltinn. Man þó eftir því þegar maður fylgdist með þessu af kappi hér um árið þegar "strákarnir okkar" voru og hétu.

Anonymous said...

Sé þig alveg fyrir mér hahaha föst í skafli.........man nú reyndar líka eftir því þegar ég var að draga þig upp úr sköflum hér og þar í bænum þegar ég var á Súkkunni ;)
Handbolti huhhhh má alveg sleppa því að sýna hann fyrir mér..........

Anonymous said...

ég veit Róra mín.... scooter "look a like" keppni er eitthvað meira fyrir þig... ha ha ha :D

og ekkert Helgu Möller comment takk fyrir!!!!!!!! She rocks!!!!!

úhúúú.... ég ætti kannski að fara að leggja mig...

Anonymous said...

Hei hvar er bloggið sem þú lofaðir?

Anonymous said...

ég er bara lasin :(
verð kannski betri í kvöld.. ég er bara eins og versti karlamður akkúrat núna... á voða bágt..