Thursday, January 11, 2007

Nýtt ár


Svakalega líður tíminn hratt!! Við eru öll búin að hafa það mjög gott um jól og áramót, allt eins og það var planað :) Krakkarnir fóru suður til pabba síns á annan í jólum og voru hjá honum fram yfir áramót, sem þýddi auðvitað afslöppun og rólegheit fyrir mig!
En nú er komið nóg af rólegheitum hjá mér, lyfin eru að virka ágætlega á mig og ég get nú farið að hreyfa mig aðeins... það er bara eins og ég hreyfist ekki úr stað, sama hvað ég skamma sjálfa mig þá bara hreyfist ég ekki!!! ....það vantar í mig batteríin.

Reyndar hefur veðrið ekki verið göngutúra hæft í nokkra daga, mikill kuldi, hríð og læti. Fórum aðeins út með hundana um helgina ég og Þórunn með Sindra og Jóa með, og ég held að Sindri hafi flogið á rassinn svona 30 sinnum á leiðinni út í búð. En í staðin fyrir að fara að gráta þá fór hann að skellihlæja í hvert skipti, það var svo rosalega mikil hálka.

Það fer nú að koma tími á suðurferð hjá mér, við þurfum öll hérna að fara til tannsa og ég ætla að kíkja til Árna læknis og leyfa honum að beygla aðeins á mér putta og tær og tékka á gigtarstöðunni, þarf líka örugglega að fara í blóðprufu útaf þessum krabbameinslyfjum sem ég er að taka. Þau lyf tek ég til að fyrirbyggja að ég myndi ónæmi fyrir gigtarlyfinu.

jæja það er svo mikið sem þarf að skrifa þegar maður bloggar ekki lengi... en þetta er gott í bili allravegnana :D

3 comments:

Anonymous said...

Og svo þarftu líka að koma og heimsækja mig því ég sakna þín svo mikið.

Anonymous said...

Jú gott er að heyra frá þér Inga að norðan, þú þarft jú öllum fremur að blogga og færa okkur fréttir að norðan : )

Anonymous said...

Sæl Inga og gleðilegt árið. Nú skilst mér að við séum bara með meiri snjó en þið ligga igga lá.