Tuesday, December 19, 2006

Gullmolar frá börnunum mínum

Ég og dóttir mín vorum að ræða málin, ég sagði henni að þeir sem að stela fá ekki vængi þegar þeir verða englar. Hún var auðvitað langt á undan mér í þeim efnum, og svarið var á þessa leið: mamma, ég fæ bara vængi hjá ömmu minni sem heitir eins og ég!! (Laufey langamma hennar sem er látin). málið leyst og við getum rænt KB banka við næsta tækifæri!!


Og svo var það hann sonur minn sem var SVO ánægður þegar hann sá nammið sem ég keypti handa honum fyrir litlu jólin í skólanum í dag. Viðbrögðin voru þessi:

mamma ég ELSKA þig....alveg á FULLU :D

5 comments:

Anonymous said...

Þau eru svo miklar dúllur þessi krakkakríli.

Refsarinn said...

Lýst vel á þetta með KB bankann. Á vængjaðan nafna þarna hinumeginn sem gæti lánað mér vængi. Hafið samband þegar verkið skal vinnast og ég kem með fyrir sanngjarnan %.

Anonymous said...

He he, ég á enginn nafna hinumeginn, að ég veit, en ég kem til verksins líka, ekki spurnging : )

Anonymous said...

Sæl Inga.

Um leið og ég skora á þig að koma nú með eins og eina færslu vil ég þakka fyrir fallegt jólakort. Nokkrir af mínum vinum voru svo lánssamir að fá kort frá mér, restin af kortunum eru ennþá hér hjá mér :)

Anonymous said...

Elsku besta Inga Maja!

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Mikið hlýnaði mér að fá frá þér jólakveðjuna og þú mátt vita að við höfum saknað þín sárlega. Ég týndi bloggsíðunni þinni um stundarsakir þegar ég skipti um tölvu og missti þig út úr favorites, en eftir mikið gúggl hef ég fundið þig aftur og tek nú upp þráðinn við að fylgjast með þér. Bestu kveðjur!