Monday, December 11, 2006

Vúhúú!! Jólasveinninn er að koma!!

Við erum að rifna úr spennu hérna, og allir búnir að vera þvílíkt stilltir góðir í dag, he he :) örugglega sælutíð hjá foreldrum þessa dagana, enda jólasveinninn notaður sem grýlan sjálf.
Þau skrifuðu bæði bréf þar sem þau báðu um eitthvað fallegt í skóinn og Sigurbjörg hjálpaði bróður sínum að skrifa afsökunarbréf til sveinka fyrir að hafa ekki verið nógu góður að fara að sofa í gærkvöldi :) voða sætt, og að sjálfsögðu bráðnar jóli þegar hann les þetta og treður skóinn af alltof dýru dóti... svona er ísland í dag!!

Það varð ekkert úr bæjarferð hjá okkur, veðurspáin hljómaði ekki vel og ég var hrædd um að verða úti þarna í borginni og komast ekki heim. Svosem ekkert merkilegt sem þurfti að gera þar hvort eð er, ikea getur beðið fram í janúar... i guess..

Hann litli bróðir kom með flakkarann sinn, eða twixinn sinn eins og hann kallar þetta tæki sem er eitthvað nýtt, skilst að þetta sé bara einn risastór geisladiskur eða eitthvað....anywho, hann fyllti hjá mér tölvuna af bíómyndum, og þáttum og ég sit LÍMBBBBD við skjáinn langt fram á nótt!! Fékk svona líka netta ábendingu frá syni mínum pjattrófu í dag þegar hann kallaði úr eldhúsinu "mamma!! afhverju er allt út í mylsnu útum allt gólfið????" Ég stóð upp og ryksugaði... kannski fæ ég þá eitthvað í skóinn líka :D

3 comments:

Refsarinn said...

Mjög krúttlegt. Fer lítið fyrir jólasveininum á mínu heimili og ekki laust við að ég sakni hans örlítið. Ég geri þó ráð fyrir að ef þessir ormar mínir fara einhverntíman að sofna á undan mér þá kannski lauma ég einhverju í skóinn. Þarf samt sjálfur að setja skóna þeirra í gluggann.

Anonymous said...

Þessir jólasveinar eru ótrúlegir!

Á mínu heimili var búið að semja við jólasveina og börnin af því að það er svo flott dagatal í gangi... :) þá væri enginn skór. En viti menn, í morgun var bæði jóladagatal og eitthvað í skónum.

Anonymous said...

já, hún er nú ekkert slor þessi dagatala hugmynd hjá þér!! þú verður að fara að markaðssetja þetta bara !!