Wednesday, December 06, 2006

fullt af dögum til jóla...nenni ekki að telja..

Fórum í dag að hitta jólasveinana og sjá kveikt á jólatrénu okkar í litla miðbænum okkar....ef við hefðum bara öll verið með glimmer á kinnum, hefði þetta litið út eins og atriði úr amerískri bíómynd...þið vitið hvað ég meina, lítill smábær þar sem allir eru vinir og hittast á einum stað og gleðjast :D sá þetta alveg fyrir mér!! Kallarnir í útprjónuðum peysum sem litlu konurnar þeirra......ókei ég skal hætta núna, hí hí hí ;)
Annars var ég mest bograndi um að skoða öll litlu börnin og hundana, svo þetta var bara mjög skemmtilegt. krakkarnir skemmtu sér vel, heilsuðu upp á sveinana og fengu lítinn nammipoka. Hún Sigurbjörg mín teiknaði meira að segja mynd handa einum þeirra. Hún er orðin svo mikil listakona, ég var hálf orðlaus þegar hún sýndi mér myndina, reyndar mjög venjulegur jólasveinn, en það sem mér fannst svo merkilegt var að hún teiknaði sjókorn sem hún litaði ljósblá með klessulitum og síðan renndi hún hendinni yfir myndina frá vinstri til hægri svo það leit út eins og hríð!! Kom svona frábær hreyfing á myndina sem verður fyrir vikið mun skemmtilegri :)
Ég man ekki eftir að hafa verið svona ógurlega listræn 7 ára gömul.

Jæja nóg um grobbið, annars allt í góðu hér. Er eitthvað að spá í bæjarferð en var varla búin að sleppa þeirri hugsun þegar byrjaði að snjóa, svo við sjáum til á föstudag.

nenniði að faxa til mín eins og einni sort af smákökum!!!!!!!!!!!!! ......nenni ekki að baka... :/

kv letilúði

8 comments:

Anonymous said...

Sæl og blessuð
ég skoða alltaf hvenig gengur hjá þér og er bara ánægð með hvað þú ert búin að vera dugleg að skrifa
gaman að lesa hvað gengur vel hjá ykkur , heyrumst

Anonymous said...

þakka mikið :)
commentin gera þetta enn skemmtilegra!!

Anonymous said...

Ójá mikið hefur þetta verið falleg stund þarna við jólatréð.

En sögur af svona myndum eru alltaf skemmtilegri þegar mynd af myndinni fylgir... væri gaman að fá sýnishorn af listaverki.

Ertu að segja mér að í sveitinni sé ekki hægt að kaupa bakaðar smákökur eins og í borginni?!? úhú, komin hugmynd að jólagjöf... ;)

Anonymous said...

jú, en æ.. þær eru aldrei jafngóðar og þessar heimabökuðu.
já þarna er sko komin mjög svo góð jólagjöf :) það þarf lítið til að gleðja stór hjörtu!

Tók myndavélina með mér sem auðvitað var svo batteríslaus á ögurstundu...svona er þetta..

Anonymous said...

Já við viljum sjá myndina

Refsarinn said...

Magnað þetta með snjókornin. Þar eru ótrúlega fáir sem hafa tilfinningu fyrir hvernig kalla á fram hreyfingu og dýpt á flötu blaði. Þessu þarf að halda við.

Anonymous said...

Sko það er ég sem er alltaf að skoða, geðbilað að vera svona úti á landi

Anonymous said...

Sko það er ég sem er alltaf að skoða, geðbilað að vera svona úti á landi