Thursday, January 18, 2007

allt stíflað

finnst eins og augun á mér séu um það bil að poppa út úr hausnum á mér, og finn ekki bragð af neinu... ekki skemmtilegt því ég er með einhverja fóbíu fyrir nefstíflu og get ekki lagst niður ef ég næ ekki að anda með nefinu. og þá náttla sef ég ekkert. mamma gamla þurfti náttla að fara að baka kökur þegar ég finn ekkert bragð, en ég man alveg hvað kökurnar hennar eru góðar svo ég át þær bara samt :D

Við bíðum hérna eftir sunnudeginum því þá á víst að hlýna eitthvað og er planið að rjúka ÚT, erum að verða brjál á að hanga svona inni.
Lenti í því í fyrsta skipti núna að lokast inni í mínu eigin húsi, hann litli bróðir minn mokaði mig út! bíllinn er fastur inn í bílskúr þrátt fyrir margar tilraunir til að moka hann út. það skefur jafnóðum fyrir aftur, svo ég er bara hætt að nenna þessu. Talaði aðeins við konuna í apótekinu í dag um allan þennan snjó, og hún segir við mig: já, það er aðeins byrjað að snjóa..... AÐEINS!!! Þetta eru þvílíkir harðjaxlar hérna, mér finnst þetta bara alveg komið gott. Það sátu nú bara td. tveir jeppar fastir hérna í götunni hjá mér í gær, og ég skemmti mér konunglega við að horfa á þá reyna að spóla sig upp úr gildrunni :) "been there, done that" ha ha ha!!!!

Svo verð ég hreinlega að monta mig af systrum og bræðrum aðeins :)
Hún Linda er svo hörð á danska kúrnum að hún leggur á sig að keyra á Sauðárkrók til að fara á fundina, hún er líka orðin svaka skutla og farin að kaupa sér flott föt og sonna.
Hún Þórunn málaði nú bara stofuna hjá sér í gærkvöldi, og þetta er ekki lítil stofa. Henni finnst þetta ekki mikið mál, kallinn út á sjó og með tvö börn. og já, hún málaði líka eldhúsið um daginn!! crazy woman!!!
Jón Gunnar og Guðrún gerðu sér lítið fyrir og keyptu sér 42" flatskjá og út frá því var öll stofan máluð og stofan fyllt af nýjum húsgögnum, bara rosa flott og kósý hjá þeim.
Svo er hann Ragnar bróðir bara allt í einu horfinn og frétti ég þá að hann væri bara fluttur á Akureyri að finna sér vinnu og fara í ræktina!!
Já svo er það ég :D afrek mín þessa dagana eru að reyna að muna eftir gigtarsprautunum. Algjör gullfiskur!

1 comment:

Anonymous said...

Vá það er ekkert smá mikið að gerast þarna norður í rassgati............annað en hérna þar sem sumir safna bara á sig spiki........ehemm já sem er kannski fínt þar sem það er svaaaaakalega kalt hérna!!!!!

Knústu þig og hina frá mér ;)