Friday, October 26, 2007

Facebook fan

Ég hef bara engan tima í að blogga þessa dagana, því ég er límd við eitthvað sem heitir "facebook" og þar er manni sko haldið við efnið :) Þetta er einhver vinasíða sýnist mér, og ýmislegt skemmtilegt hægt að gera, ég er að fá send blóm og drykki og tek þátt í allsskyns prófum og eignast nýja vini! who needs a real life when you have a computer???

Erum loksins að ná loka mynd á heimilið í bili, herbergið hennar Sibbulibbu er orðið svakalega fínt, ég er bara eitthvað að vesenast með lamirnar á skápnum hennar, eitthvað af því var brotið, svo ég þurfti að kaupa nýjar, en þá eru þær ekki eins. Svo það þarf að grípa eitthvað af verkfærum og klúðra þessu almennilega :) Ég gat náttla ekki látið duga að rústa hennar herbergi, heldur réðist á þvottahúsið líka, tók hurðir af innréttingunni, pússaði, grunnaði og lakkaði hvítar. Spreyjaði svo ofnamálningu á ofninn í leiðinni..... og ef ég hætti ekki að mála allann við hvítan, kemur kellan í Lækjarsmára alveg snar og tekur af mér málningadótið og kærir mig til "Viðar-vinafélagsins"

Það er áætluð ferð í borgina 2. nóvember, Jói á afmæli á sunnudeginum og ég vildi leyfa honum að eiga afmælisdaginn hjá pabba og fá kannski pínu veislu líka. Við endum svo ferðina á tannlæknastofunni á mánudaginn áður en við komum aftur heim, það er víst komin tími á að kíkja á þau mál hjá krökkunum. NEI, ÉG FER EKKKKKKI!!! það þarf að draga mig á hárinu til tannlæknis, því miður. En þau þurfa ekkert að vita af því, ég hef blekkt þau alveg frá byrjun með því að tannlæknar eru æði!!! Límmiðaparadís og önnur glæsiverðlaun í hverri ferð!

Jæja, farin á facebook, Bjarney var að bíta mig áðan, hún skal sko þá bara fá í hausinn þessa plöntu sem hún sendi mér :D sendi henni svo bara einn bjór við hausverknum og allt verður í lagi!!

2 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

ha ha ha ha ha

Frábært blogg. Greinilega alltaf nóg að gera hjá þér.

En settu endilega mynd af þér inn á facbook-ið

Anonymous said...

Það er kraftur í þér stelpa...