Sunday, May 27, 2007

Home alone!


Já, það er rólegt hjá mér núna, börnin hjá pabba sínum eitthvað fram yfir helgina og ég bara að dunda aðeins í garðinum. Stráði einhverjum graskornum svæðið, hafði samt ekki hugmynd um hvað ég var að gera.... ímyndaði mér bara að ég væri að gefa hænunum... :D hí hí hí.

Gat samt ekki slegið allann garðinn, þetta blessaða trampólín er ekki fyrir gigtveika að færa til... aðeins þyngra en ég hélt.



Annars hitti ég nú tilvonandi eiginmann minn fyrir stuttu. Ofboðslega myndarlegur, ljóshærður og góðlegur maður..... en því miður var það bara draumur.. :( en hver veit... hann er kannski þarna einhversstaðar að bíða eftir mér :D horfi bara á herra latino hérna fyrir ofan þangað til ;)



það er svakalega gaman hjá okkur systrum í blómaræktuninni, þvílík keppni í gangi hérna!!

he he.. Þórunn komin með papriku á tréð hjá sér, og ég er með stækkunarglerið á tómatplöntunni minni. ÉG SKAL VERÐA Á UNDAN MEÐ TÓMATANA!!!!



ingagræna






5 comments:

BbulgroZ said...

he he skemmtilegt plöntustíð : )

Ég er einmitt nýbúinn að setja epplasteina í bott og bíð bara og vona ; )

BbulgroZ said...

já í "POTT" átti það að vera : )
og einnig "PLÖNTUSTRÍÐ"

ingamaja said...

ha ha ha :D ég fæ svona athyglisbrest í puttana stundum líka!

Bjarney Halldórsdóttir said...

Skrítið hvernig þessi plöntuáhugi allt í einu sprettur upp á vorin. Var í vetur einhvernvegin alveg að gefast upp. Hélt ég gæti ekki haldið lífi í nokkurri plöntu, en núna er þetta allt svo æðislegt og gaman.

Anonymous said...

Ja hérna hér - það sem ykkur systrunum dettur nú í hug.........en ég er farin að sakna þín :( sæta frænka