Tuesday, January 15, 2008

Jólin búin, komin heim!


Hæ hæ, það kom að því, ritstíflan gaf sig og þá er bara að nýta tækifærið :)

Við áttum alveg yndisleg jól í bænum, krakkarnir eins og blóm í eggi, athygli og dekur á hverju horni og jóla og matarboð útum allt, svo ekki sé minnst á alla pakkana líka :D semsagt draumajól bara hjá okkur öllum, því ekkert gleður mann meira en að sjá litlu krílin hamingjusöm auðvitað. Eitt kom mér skemmtilega á óvart í öllu búðarstressinu og kaupæðinu þetta árið, en það var þessi ótrúlega þjónustulund og góða viðmót hjá yfir höfuð öllu starfsfólki í þeim búðum sem ég þræddi þessi jól. Það virtist ekki vanta starfskraftana í búðunum né heldur viljann hjá þeim til að labba hálfa búðina til að hjálpa mér að finna það sem ég leitaði að. Td. sagði ég einni stúlkunni í Debenhams að ég væri búin að leita í allri smáralindinni af jólagjöf dóttur minnar en væri bara ekki að finna þetta, hún var svo elskuleg að benda mér á þessa æðislegu litlu götubúð í kringlunni sem hún vissi að hefði örugglega það sem ég leitaði að!!! Vona að þið hin hafið verið jafnheppin í þessum málum, því ekkert er jafnleiðinlegt og urrandi starfsfólk sem nennir ekki að sinna sínu hlutverki .

Ég keypti nýja náttsloppa handa krökkunum, sem sló í gegn á hærri mælikvarða en ég hafði reiknað með :) líka alveg rosa flottir! Pabbinn gaf þeim ipod -shuffle, sem er svona jafnstór og frímerki, en ótrúlegt nokk, þeir eru ekki týndir enn og hafa ekki einu sinni lent í þvottavélinni... enn sem komið er.

Ég fékk í jólagjöf það sem var efst OG neðst á mínum óskalista, alveg í skýjunum auðvitað. Guitar hero III var það sem mig langaði mest í. Svo ég, Morello og Slash höfum haft nóg að gera :D ég tók þá í nefið auðvitað, og er að safna kjarki í næsta levelið sem er "hard" og jább, það ER "HARD" !!!!

Síðan fékk ég í fyrsta sinn á ævinni dollara í jólagjöf, he he, það var svona öðruvísi en maður á að venjast, en góð ástæða fyrir því, við erum nebbla öll að fara til Flórída í sumar með krakkana.

Svo kom í heiminn litla frænka mín, 5. janúar! Þórunn og Bjössi eignuðust prinsessuna á Akureyri og það var víst draumafæðing, og Linda systir svo heppin að fá að vera viðstödd. Erum svona að reyna að gera upp við okkur hverjum hún líkist, þau breytast svo mikið fyrstu dagana, en mér finnst hún vera einhver blanda af mömmu sinni og Aroni. Allavega algjört krútt.

Já, já Róra mín, anda djúpt ;D það kemur að þér, hí hí. Ég man mjög vel hvað ég öfundaði Þórunni líka þegar hún var búin að eiga Aron og ég átti meira en mánuð eftir. Úff...

Við komum svo beint að sunnan í að rífa niður jólaskrautið vikuna eftir áramótin, og svo beint úr því í ælupest sem rúllaði hérna um staðinn eins og dominoskubbar!! Fall er fararheill er þaggi? Þetta ár hlýtur að verða bara mjög gott.
Ég þurfti svo sannarlega að leika hetju hérna á þrettándanum og sprengja RISA flugeld í fyrsta skipti á ævinni, skjálfandi úr hræðslu, þoli ekki sprengjur. En lét mig hafa það og lét flakka nokkrar litlar ýlur með, en ég dró mörkin við að halda á einhverjum flugvélum og kveikja í!!! Ég HELD sko ekki á sprengjunni á meðan ég kveiki í henni, bara bull!! Sonur minn sló mér nú samt við... skíthræddur við rokeldspýturnar, haha :D
og þverneitar að halda á stjörnuljósi.


2 comments:

Anonymous said...

Veiiiii blogg blogg blogg......alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt sæta frænka.
Úff já ég veit að það kemur að mér en HVENÆR????? Ég er gjörsamlega að flippa út hérna með þessa RISA bumbu........mældi mig í gær og hún er 118 cm. ER ÞETTA EÐLILEGT???
Ég held ekki...........well þetta kemur vonandi á endanum ;)

Anonymous said...

Geðilegt ár. Frábært að þið áttuð góð jól í bænum. Vona að þú skrifir sem mest á síðuna þína þar sem ég kíki inn á hverjum degin en það hefur bara ekkert verið að gerast. Svo bara Ameríka hér kemur Inga. Kveðja Steinunnn