Wednesday, January 23, 2008

Dekrað við krílin
















Er búin að vera frekar slöpp og þreytt í nokkra daga, og það býr til nagandi samviskubit yfir því að geta ekki gert með krökkunum það sem þau eru að biðja um. Ligg í sófanum og hlusta á heimalesturinn fyrir skólann og reyni eins og ég get að láta þetta ekki bitna á lærdómnum hjá þeim. En svo birtir alltaf til og ég finn þarna einhversstaðar aukaorku :)
Við settum upp snyrtistofu hérna á Sunnuvegi, fyrir 3 útvalda mjög svo mikilvæga viðskiptavini :)

Set hérna myndir með, en svona til útskýringar, þá varð karlmaðurinn á heimilinu auðvitað að fá sitt dekur þó svo hann fengist ekki til að láta greiða og mála sig. En fótabað og fótanuddið sló alveg í gegn. Hann sagði mér að honum finndist hann varla vera með lappir því -þær eru svo léttar mamma!!! Með á myndum er hún Jóna Margrét, vinkona Sigurbjargar.

Svo í gær sátu hún Sigurbjörg og Valgerður vinkona hennar og föndruðu boðskort fyrir afmælið og fengu að nota allt skrappdótið mitt. Það þótti nú ekki leiðinlegt, þannig að ekkert boðskortið er eins. Þetta verður voða gaman. Vona bara að ég gleymi nú ekki að bjóða einhverjum eins og aumingja Tóta systir lenti í :( ekki gaman. Það náðist þó að redda því, svo það varð allt í fína.



Svona aðeins í lokin langar mig að segja nokkur orð um unga konu, Þórdísi Tinnu sem lést mánudaginn 21. janúar. Hef fylgst með blogginu hennar alveg örugglega í heilt ár. Kona sem ég þekkti ekki neitt hafði mikil áhrif á mig, hvernig getur maður kvartað þegar einstæð móðir berst fyrir lífi sínu til þess eins að fá örlítið meiri tíma með dóttur sinni? Sem er á svipuðum aldri og mín stelpa. Hún gerði lítið af því að kvarta sjálf, heldur lagði sig fram um að gera síðustu stundirnar eftirminnilegar fyrir stelpuna sína og það var alltaf stutt í húmorinn á því bloggi þó ég gæti vel séð að hún kvaldist. Þetta er víst gangur lífsins, en er orðin svo miklu sýnilegri með bloggsíðunum.


set inn myndir eftir afmælispartýið.

5 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Ég væri sko til í svona dekur.

Hvernig er það þarf maður að panta tíma eða má bara droppa inn?

Anonymous said...

þú mátt sko droppa inn þegar þér hentar, ég gæti jafnvel átt eins og eina baileys ;) baileysið er fyrir mig... ég fer ekki að nudda á þér táfýluna EDRÚ maður!!!!

Anonymous said...

Mmmmmm þvílíkt nice sýnist mér.......spurning um að skella sér í fótsnyrtingu.....nenni nú ekki að koma alla leið norður til þess........kem bara í vor í heimsókn!!!!!
Gaman að sjá loksins nýtt blogg.......mér finnst bloggarar eitthvað svo latir þessa dagana....allavegana þeir sem ég kíki reglulega á ;)

Anonymous said...

Úff endalaust dekur við krílin.......á ekkert að fara að koma með fréttir af blótinu eða eitthvað????????

Anonymous said...

það mætti bara halda að þú værir komin með kærasta!!!!
bara búin að gleyma bloggvinunum..............hmmmm gamla........