Tuesday, January 31, 2006

Dagur 1

Jæja, þá er maður komin í bloggið, fékk þessa fínu kennslustund í gærkvöldi þegar hún Bjarney sýndi mér allt sem kunna þarf og dansaði um lyklaborðið eins og hún hefði aldrei gert annað.

Dagurinn byrjar rólega hérna, krakkarnir þræta á rólegu nótunum og kvarta eins og tvær vel stilltar klukkur um það hve erfitt er að klæða sig sjálfur. Jói kann sko alveg á mig, tilkynnir það reglulega að hann sé of lítill til að gera hlutina sjálfur, og segir mér svo hvað ég sé sæt og góð og besta mamma í heimi :) og það audda svínvirkar, hann er nebbla ótrúlegur sjarmör og mamma bráðnar og kemur hlaupandi með fötin.

Annars lítið að gerast, nema það að ég keypti nýja þvottavél fyrir helgi, sú eldri fór að hiksta eitthvað, sennilega orðin þreytt. Nýja vinnukonan er glæsileg, með digital skjá svo ég sjái nú hvað hún er snögg að þessu. Svo nú þvær maður í mínútum og Sigurbjörg hleypur reglulega inn í þvottahús og æpir töluna á skjánum... hún hlýtur að fá leið á því fljótlega... eða það vona ég...hehe!

well well.. er þetta ekki fínt í bili? Er svo að reyna að smita litlu systir af bloggveirunni og fá hana til að prufa!! Áfram Tóta!!!!

6 comments:

Bjarney Halldórsdóttir said...

Velkomin á bloggið!

Skemmtilegur morgun hjá þér sé ég :)

Hjá mér er það þannig að þann 1/2 tíma sem ég hef áður en ég þeysi af stað í vinnuna nota ég til að sendast milli herbergja dærtanna og reyna að koma þeim inn í heim hinna vakandi milli þess sem nesti er potað ofaní nestisboxin. Mjög svo skemmtilegt.

Refsarinn said...

Jú velkominn á vefin Inga og gaman að fá að fylgjast aðeins með :)hvað tekur svona 40°C þvottur án forþvotts maragar mín? Mín er held ég 100 mín en hún spinnur líka á 1400 snúningum he he.

ingamaja said...

157mín nákvæmlega!
kemur þvotturinn ekki bara þurr og ringlaður úr vélinni eftir allan þennan snúning??

ingamaja said...

eða 1klst og 57mín kannski nær lagi hehe

BbulgroZ said...

Já velkomin Inga. Gaman að fylgjast með, kannast við þetta með fötin á morgnana og að maður sé nú besti pabbi í heimi : ) ofl. í þeim dúr...

Refsarinn said...

Jú þvotturinn kemur þræl ringlaður út og ratar oftar en ekki öfugur á skrokkinn á mér fyrir vikið, þ.e. merkið framaná :)