
Hér eru peysurnar tvær sem ég kláraði nýlega. Þetta er uppskrift úr Tvinnu, rauða peysan er prjónuð úr Fridtidsgarninu eins og uppskriftin segir til um og kom mjög vel út. Bláa peysan er hinsvegar úr Mandarin Fiesta, mig hefur lengi langað til að prjóna með þessum geggjaða gallabuxnalit, garnið er líka mjög mjúkt (bómull).
Tölurnar á bláu peysuna gaf hún Guðmunda mér, þær eru rosa flottar og koma vel út við litinn á peysunni.
Næsta verkefni er á prjónum nú þegar þrátt fyrir feitan og bólginn baugfingur :)
2 comments:
ó það er svo gaman að prjóna. Sérstaklega þegar svon vel tekst til.
bara flottar...
Post a Comment