Tuesday, December 19, 2006

Gullmolar frá börnunum mínum

Ég og dóttir mín vorum að ræða málin, ég sagði henni að þeir sem að stela fá ekki vængi þegar þeir verða englar. Hún var auðvitað langt á undan mér í þeim efnum, og svarið var á þessa leið: mamma, ég fæ bara vængi hjá ömmu minni sem heitir eins og ég!! (Laufey langamma hennar sem er látin). málið leyst og við getum rænt KB banka við næsta tækifæri!!


Og svo var það hann sonur minn sem var SVO ánægður þegar hann sá nammið sem ég keypti handa honum fyrir litlu jólin í skólanum í dag. Viðbrögðin voru þessi:

mamma ég ELSKA þig....alveg á FULLU :D

Friday, December 15, 2006

Happy hour!


Krakkarnir eru í afmæli hjá bekkjarfélaga, og það þýðir happy hour fyrir mig á meðan :) he he, þetta er orðið afskaplega ljúft, þarf ekki lengur að fara með þeim í afmælin og elta þau um allt pleisið með súkkulaði og kók yfir mig alla.

allt gott að frétta, það féll þessi dúnamjúki jólasnjór í gær, og þetta er bara nánast eins og púður, ekkert smá flott að sjá hvað allt er yndislegt og fallegt með öllum jólaljósunum.... já ég er svo mikið jólabarn inn við beinið að ég á það til að fá kökk í hálsin á þessum árstíma. Er líka að smita börnin af þessari jólaveiki því ég dreg þau í bíltúra nokkrum sinnum í viku bara til að skoða jólaljósin í öllum gluggum og dást að útiskreytingum og ljósum.

Jólasveinninn er smátt og smátt að rýja mig inn að skinni, en þetta er bara svo rosalega gaman. Sonur minn kom í morgun og vakti mig, snöktandi með skeifu, "ég er ekkert rosalega glaður mamma" jólasveinninn hafði gefið honum playmo dót, og í kassanum var lítið barn í kerru, systir og pabbinn.... engar byssur og ekki eitt einasta sverð!!!!! ...hmmm.... !!

Ég held ég þurfi að fara komast eitthvað út, hitta fólk.... ég er gjörsamlega að loka mig inni og safna sleni... þetta bara gengur ekki, þarf líka að fara að hreyfa mig.. en það er seinni tíma vandamál.......ha.....hmmm.......

Monday, December 11, 2006

Vúhúú!! Jólasveinninn er að koma!!

Við erum að rifna úr spennu hérna, og allir búnir að vera þvílíkt stilltir góðir í dag, he he :) örugglega sælutíð hjá foreldrum þessa dagana, enda jólasveinninn notaður sem grýlan sjálf.
Þau skrifuðu bæði bréf þar sem þau báðu um eitthvað fallegt í skóinn og Sigurbjörg hjálpaði bróður sínum að skrifa afsökunarbréf til sveinka fyrir að hafa ekki verið nógu góður að fara að sofa í gærkvöldi :) voða sætt, og að sjálfsögðu bráðnar jóli þegar hann les þetta og treður skóinn af alltof dýru dóti... svona er ísland í dag!!

Það varð ekkert úr bæjarferð hjá okkur, veðurspáin hljómaði ekki vel og ég var hrædd um að verða úti þarna í borginni og komast ekki heim. Svosem ekkert merkilegt sem þurfti að gera þar hvort eð er, ikea getur beðið fram í janúar... i guess..

Hann litli bróðir kom með flakkarann sinn, eða twixinn sinn eins og hann kallar þetta tæki sem er eitthvað nýtt, skilst að þetta sé bara einn risastór geisladiskur eða eitthvað....anywho, hann fyllti hjá mér tölvuna af bíómyndum, og þáttum og ég sit LÍMBBBBD við skjáinn langt fram á nótt!! Fékk svona líka netta ábendingu frá syni mínum pjattrófu í dag þegar hann kallaði úr eldhúsinu "mamma!! afhverju er allt út í mylsnu útum allt gólfið????" Ég stóð upp og ryksugaði... kannski fæ ég þá eitthvað í skóinn líka :D

Wednesday, December 06, 2006

fullt af dögum til jóla...nenni ekki að telja..

Fórum í dag að hitta jólasveinana og sjá kveikt á jólatrénu okkar í litla miðbænum okkar....ef við hefðum bara öll verið með glimmer á kinnum, hefði þetta litið út eins og atriði úr amerískri bíómynd...þið vitið hvað ég meina, lítill smábær þar sem allir eru vinir og hittast á einum stað og gleðjast :D sá þetta alveg fyrir mér!! Kallarnir í útprjónuðum peysum sem litlu konurnar þeirra......ókei ég skal hætta núna, hí hí hí ;)
Annars var ég mest bograndi um að skoða öll litlu börnin og hundana, svo þetta var bara mjög skemmtilegt. krakkarnir skemmtu sér vel, heilsuðu upp á sveinana og fengu lítinn nammipoka. Hún Sigurbjörg mín teiknaði meira að segja mynd handa einum þeirra. Hún er orðin svo mikil listakona, ég var hálf orðlaus þegar hún sýndi mér myndina, reyndar mjög venjulegur jólasveinn, en það sem mér fannst svo merkilegt var að hún teiknaði sjókorn sem hún litaði ljósblá með klessulitum og síðan renndi hún hendinni yfir myndina frá vinstri til hægri svo það leit út eins og hríð!! Kom svona frábær hreyfing á myndina sem verður fyrir vikið mun skemmtilegri :)
Ég man ekki eftir að hafa verið svona ógurlega listræn 7 ára gömul.

Jæja nóg um grobbið, annars allt í góðu hér. Er eitthvað að spá í bæjarferð en var varla búin að sleppa þeirri hugsun þegar byrjaði að snjóa, svo við sjáum til á föstudag.

nenniði að faxa til mín eins og einni sort af smákökum!!!!!!!!!!!!! ......nenni ekki að baka... :/

kv letilúði

Saturday, December 02, 2006

Þreytt...

Vaknaði í nótt með mígrenishausverk og vakti til 6 í morgun, svo ég er búin að vera dottandi í sófanum í allann morgun. Hrökk upp eitt skiptið við að ég var að segja syni mínum að ég væri upptekin ef ég væri að tala í símann og hann mætti ekki trufla mig...en Jói var hvergi sjáanlegur.. hann var inn í herbergi að leika við frænda sinn :/ alveg ótrúlegt hvað ég bulla og bulla þegar ég sofna í sófanum.

Við erum svo á leið í skólann í jólaföndur kl.1 og krakkarnir mjög spennt, þetta verður örugglega mjög gaman.

hef þetta bara stutt í dag :)