Ég kláraði loksins töskuna í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem ég prjóna úr plötulopa, hef heldur aldrei þæft neitt og þar að auki aldrei séð þæfingarnál, hvað þá að vita til hvers slíkt er notað :)
Svo þetta var virkilega skemmtilegt verkefni og heppnaðist vel. Hérna eru svo myndir af stykkinu, ég setti með á einni þeirra A4 blað svona til samanburðar því taskan á að passa vel fyrir kórmöppurnar. Þetta er allt sama taskan, bara sýnt framan og aftan á hana.
Þá er bara að fitja upp á næsta verkefni.
5 comments:
Til hamingju með fyrsta lopa og þæfingarstykkið þitt. Taskan er ótrúlega flott og G-lykillinn kemur sérstaklega vel út.
Geðveikt flott hjá þér klára frænka mín.....ég hélt að allir væru hættir að blogga og ég hef ekki kíkt inná neina síðu í marga mánuði fyrr en núna og þá akkúrat varstu búin að henda inn einni færslu.....hef fundið þetta á mér :)
geðveik taska....er þetta ekki bara flott stærð undir kórdótið??
Mjög flott :) svo eru það bara þæfðu inniskórnir næst :)
Kv Linda
Til hamingju með töskuna,svakalega flott hjá þér.ég bjóst nú ekki við öðru,það er sama hvaað þú prjónar,alltaf flottast,ég er ótrúlega stolt af þér"STÓRA stelpan mín kveðja:stolta múttan
Post a Comment