jæja, ég kemst víst ekki upp með þessa skrifpínu mikið lengur... best að semja einn góðan reyfara áður en einhver kemur og lemur mig í hausinn ;)
Fór norður um helgina sem var í meira lagi viðburðarrík og skemmtileg!! skrifaði undir kaupsamning á föstudeginum og varð staurblankari en vanalega á örskammri stundu, vel þess virði þó :D því nú á ég HÚS!!!!!
Þaðan fórum við heila 100 metra yfir á hárgreiðslustofuna þar sem ein snaróð kella tók hausinn á mér í bakaríið og ég fríkkaði heilan helling :) og var ég þó falleg fyrir... skilurru! Ég gerði mér svo lítið fyrir og seldi íbúðina mína á meðan ég sat í stólnum!
Svo fórum við í skafffirringabúð og ég verslaði mér íþróttabuxur og bol.
Laugardagurinn var ekki síðri, þar sem planað var að fara á konukvöld á hótelinu á kántrýströnd og believe me, ég fékk ekki miklu ráðið um það hvort ég færi eða ekki. Hún Tóta Túrbó sá um allt. Get ekki sagt að mér hafi litist á blikuna þegar hún sagði mér að strippa og lyfta upp höndunum!! hún nebbla fór að spreyja á mig einhversskonar tjörulíki og sagði þetta vera "brúnkusprey" eníveis, hvað sem það var þá virkaði það fínt. síðan strolluðum við kvenleggur fjölskyldunar á hótelið og skemmtum okkur þrusuvel :D Fengum meðal annars að sjá tískusýningu sýnda hratt... man varla hvort þær voru yfir höfuð í fötum...
ég er semsagt komin í bakkann aftur og búin að pakka niður í 3 kassa :)
vona að henni vinkonu minni í vogunum fari að batna, ég sakna hennar svo mikið!!
knús til þín Bjarney mín :) verðum að hittast fljótt!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Takk Inga mín fyrir hlýjar kveðjur. Ég er mætt í vinnu, en strax farin að sjá eftir þeirri ákvörðun þar sem ég er enn frekar orkulítil. Sjáum til hvort vænn kókslurkur geti ekki bætt þar aðeins úr.
Hvað var þetta annars með að þú hafir selt íbúðina meðan þú sast í klipparastólnum? Eridda satt? Ertu búin að selja íbúðina?
Til hamingju sæta frænka með þetta allt saman, mar á nú eftir að sakna þín þegar þú flytur, þó við hittumst ekki oft þá er alltaf rosalega gott að vita af þér þarna hinu megin ;) Love you
Ég segi bara: ,,TIL HAMINGJU!"
Post a Comment