
Já. ég stóð sko SVONA nálægt honum :D og er enn á lífi!! Heyrðu, það er ekki allt búið enn... ég nebbla klappaði honum á nebbann líka :)
Fórum í dag með krakkana og hundana í Kálfshamarsvík rétt utan við bæinn, átti auðvitað að vera rosa næs, nesti handa krökkunum og svona og veðrið æðislegt. En ekki fer alltaf allt eftir áætlun.... Mikki át einhvern kindakúk eða einhvern álíka góðan áburð og ældi hvað eftir annað eins nálægt okkur og hann gat, svo var pínu vindur þannig að við þurftum að draga borðið sem var þarna í skjól, og skjólið var upp við kamarinn (mjög svo lystaukandi þegar nestið var borðað), Sigurbjörg endaði svo á að sitja inn í bíl því henni var kalt í stutta kjólnum sínum og Jói með lekandi hor í rauðu peysunni hennar Sigurbjargar!! Ha ha ha :D
Svo ofan á allt saman þá festi ég bílinn í grjótsúpu á leiðinni til baka!! HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞENNAN BÍL?? Ég reyndi eins og ég gat, lá hálf undir bílfjandanum að sópa steinum undan og frá dekkjunum. Þetta gekk svona í 10 mínútur eða svo, en þá kemur riddarinn á bláum jeppa og bjargar "the damsel in destress" Hann hafði víst komið auga á afturendann á mér úr mílufjarlægð þar sem hann var eitt af því fáa sem ekki komst bókstaflega undir bílinn.
Þannig aaaaað, eftir hálft glas af verkatöflum get ég nú labbað aftur.
bestu kveðjur af dramavegi 7 :D
ps. Kiddý mín, næst skal ég taka mynd af mumu, bara fyrir þig ;)