
Krakkarnir eru í afmæli hjá bekkjarfélaga, og það þýðir happy hour fyrir mig á meðan :) he he, þetta er orðið afskaplega ljúft, þarf ekki lengur að fara með þeim í afmælin og elta þau um allt pleisið með súkkulaði og kók yfir mig alla.
allt gott að frétta, það féll þessi dúnamjúki jólasnjór í gær, og þetta er bara nánast eins og púður, ekkert smá flott að sjá hvað allt er yndislegt og fallegt með öllum jólaljósunum.... já ég er svo mikið jólabarn inn við beinið að ég á það til að fá kökk í hálsin á þessum árstíma. Er líka að smita börnin af þessari jólaveiki því ég dreg þau í bíltúra nokkrum sinnum í viku bara til að skoða jólaljósin í öllum gluggum og dást að útiskreytingum og ljósum.
Jólasveinninn er smátt og smátt að rýja mig inn að skinni, en þetta er bara svo rosalega gaman. Sonur minn kom í morgun og vakti mig, snöktandi með skeifu, "ég er ekkert rosalega glaður mamma" jólasveinninn hafði gefið honum playmo dót, og í kassanum var lítið barn í kerru, systir og pabbinn.... engar byssur og ekki eitt einasta sverð!!!!! ...hmmm.... !!
Ég held ég þurfi að fara komast eitthvað út, hitta fólk.... ég er gjörsamlega að loka mig inni og safna sleni... þetta bara gengur ekki, þarf líka að fara að hreyfa mig.. en það er seinni tíma vandamál.......ha.....hmmm.......